- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fimmtudaginn var árlegt foreldramót í fótboltanum. Það voru um 25 foreldrar sem mættu á mótið og var þeim skipt upp í fjögur lið og var mikil barátta hjá öllum liðunum enda voru þarna mætt helstu lið enskudeildarinnar þ.e Liverpool,Arsenal,Chelsee og Mansester United. Mótið endaði þannig að lið Liverpool vann annað árið í röð en þess má geta að þar var um algerlega breytt lið að ræða frá fyrra ári. Sigurliðið fékk að launum einn kassa af Prins póló. Mörg glæsileg tilþrif sáust á vellinum og önnur minna spennandi. Þetta var hin besta skemmtun og margir aumir skrokkar voru á götum Grundarfjarðar á föstudaginn.
Þáttakendur á mótinu ásamt stuðningsmönnum |