- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á 265. fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar, 24. nóvember 2022, samþykkti bæjarstjórn að veita afslátt af gatnagerðargjaldi af tilteknum eldri lóðum í bænum.
Í sumar samþykkti bæjarstjórn að veita til reynslu 75% afslátt af gatnagerðargjöldum til ársloka. Á fundi sínum 24. nóvember samþykkti bæjarstjórn að þessi afsláttur muni gilda til áramóta og renna þá út, en frá 1. janúar til 30. júní 2023 bjóðist 50% afsláttur gatnagerðargjalda af lóðunum.
Lóðirnar sem um ræðir eru:
Nú eru ellefu íbúðir og íbúðarhús í byggingu og bæjarstjórn hefur síðan í júlí sl. samþykkt úthlutun tíu íbúðarlóða og tvær úthlutanir á iðnaðarlóðum.
Hér er umsóknareyðublað um lóð