- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
16. Kvennahlaup ÍSÍ fór fram laugardaginn 11. júní í Grundarfirði eins og víðar á landinu, og reyndar erlendis líka. Lagt var af stað frá Esso-plani kl. 11.00 og var gengið tvær vegalengdir, 2,5 og 5 km. Að hlaupi eða gögnu lokinni var boðið upp á hressingu í Þríhyrningnum og allir þátttakendur fengu verðlaunapening. Frítt var í sundlaugina á eftir.
Veður var hentugt til hreyfingar, milt og gott.