Skautasvell á aðventu 2019, Mynd Tómas Freyr Kristjánsson
Skautasvell á aðventu 2019, Mynd Tómas Freyr Kristjánsson

Hugmyndaspjall vegna aðventugleði 2021

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar boðar til opins spjallfundar (netfundar) föstudaginn 5. nóvember nk. kl. 13:00-13:30. 

Grundarfjarðarbær og menningarnefnd hafa á síðustu árum leitast við að bæta hlýju og gleði inní aðventuna.
Í fyrra þurftum við sérlega á því að halda að gera okkur dagamun á tímum samkomutakmarkana. 

Þörf okkar fyrir ljós og gleði er ekkert síðri í ár.  Þess vegna býður menningarnefnd bæjarbúum og öðrum áhugasömum í stutt spjall til að  leita eftir hugmyndum um einföld verkefni, viðburði eða jafnvel skreytingar sem hægt væri að vinna með á aðventunni. Með þessu framtaki vill menningarnefnd bjóða til að aukinnar þátttöku og vonandi enn fleiri hugmynda til að lífga upp á skammdegið. 

Hér er hlekkur á netspjallið. þið sem eruð áhugasöm og viljið taka þátt í fundinum en eigið ekki tök á að tengjast fjarfundi, endilega heyrið í Þurí eða Helgu á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500 og við finnum lausn.

Að öðru leyti má nefna að:

  • Við höldum áfram með jólagluggana tuttugu og fjóra, sem fengu frábærar viðtökur í fyrra, bæði hjá áhugasömum og jákvæðum gluggaeigendum og hjá bæjarbúum. Gluggadagatalið er í undirbúningi núna og væri frábært ef áhugasamir gluggaeigendur myndu senda skilaboð um glugga-framlag á netfangið thuri@grundarfjordur.is   
  • Jólaskreytingar eru í undirbúningi á vegum bæjarins
  • Gaman er að sjá hvað garðeigendur eru duglegir að lýsa upp ört stækkandi tré í görðum sínum 
  • Kvenfélagið verður með árlegan aðventudag 28. nóvember
  • Ljósin tendruð á jólatrénu í miðbæ  
  • Jólatónleikar Tónlistarskólans 8. desember
  • Lionsfélagar verða með árlegan jólamarkað sinn 8. og 9. desember
  • Aðventukvöld Grundarfjarðarkirkju um miðjan desember og guðsþjónustur um jólin
  • Jólatónleikar MÆK haldnir í Grundarfjarðarkirkju 22. desember 
  • "Jólahús Grundarfjarðar" fær athygli og eigendurnir þakklætisvott (ath. að "mest er ekki endilega best") 
  • Á Gamlársdag fögnum við börnum ársins og krýnum íþróttamann Grundarfjarðar (nýr dagur fyrir þann viðburð) 
  • Þrettándagleði - hugmyndir?

Taktu þátt í hugmyndaspjalli og vertu með í sameiginlegum undirbúningi aðventunnar!

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar