Laus er staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Grundarfjarðar frá og með 1. ágúst 2020.

Í Grunnskóla Grundarfjarðar er lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti. Nokkuð er um samkennslu árganga og mikil þróun á sér stað innan skólans. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og teymiskennslu.

Í Grunnskóla Grundarfjarðar eru um 100 nemendur. Í skólanum er einnig starfsrækt fimm ára leikskóladeild sem heitir Eldhamrar. Nemendur þar eru 19 talsins.

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans
  • Að leiða faglega forystu í nemendamálum
  • Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Að vera staðgengill skólastjóra
  • Umsjón og skipulagning á innra starfi skólans og starfsmannamálum í samvinnu við skólastjóra

Hæfniskröfur 

  • Leyfisbréf sem kennari með sérhæfingu á grunnskólastigi
  • Farsæl kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði
  • Stjórnunarreynsla í grunnskóla æskileg
  • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu á grunnskólastigi og skólaþróunar
  • Metnaður í starfi, sjálfstæði og drifkraftur
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Hæfni og færni í samskiptum og samvinnu
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og LS.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí nk.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Gísli Guðjónsson í síma 430 8550 eða á netfangið sigurdur@gfb.is