- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Góður prestur er mikilvægur hverju byggðarlagi og kannski aldrei mikilvægari en þegar viðsjárverðir tímar ganga yfir líkt og nú. Á sunnudaginn var nýr prestur settur í embætti í Setbergsprestakalli. Aðalsteinn Þorvaldsson heitir hann og var vígður til starfa af biskupi Íslands séra Karli Sigurbjörnssyni sunnudaginn 5. október sl. Innsetningu hins nýja prests annaðist prófasturinn í Snæfellsness- og Dalaprófastdæmi, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Í sinni fyrstu predikun hvatti hinn nýi sóknarprestur söfnuð sinn til að sýna styrk í trúnni. Eftir athöfnina var þéttskipað í safnaðarheimilinu í kirkjukaffi.
Úr grein Gunnars Kristjánssonsonar í Morgunblaðinu.
Myndina tók Sverrir Karlsson.