Opna Soffamótið – golfmót í boði Soffaníasar Cecilssonar.

 

11:00 Eyþór Björnsson með myndasýningu og sögur frá ferðum sínum til Úsbekistan og Marokkó í Sögumiðstöðinni. Eyþór var í vetur með þessar sýningar og voru þær stórskemmtilegar.

 

13:00 Stuttmyndin Kría eftir Dögg Mósesdóttur sýnd í Sögumiðstöðinni. Dögg er forsprakki kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin er ár hvert í Grundarfirði. Kría var frumsýnd fyrir stuttu í Bíó Paradís og nú gefst hátíðargestum tækifæri á að sjá hana. Kría var tekin upp í kringum Grundarfjarðardagana 2009 á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og í Flatey. Í myndinni er m.a. sena frá hátíðarhöldunum þar sem Grundfirðingar sjást skemmta sér. Sigrún Aðalheiður, ung grundfirsk stúlka fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Myndin fjallar um sígauna á ferðalagi um Snæfellsnesið sem að gefur ungri stúlku á puttanum far og upp hefst mikið ævintýri. Myndin er 20 mínútur á lengd.aðeins 500 kr. aðgangseyrir.

 

14:00 Skemmtisigling um fjörðinn - Láki Tours siglir með farþega í skoðunarferð - fuglar, hvalir og jafnvel sjóstangveiði. Það þarf að bóka ferðina. Bókanir á Hótel Framnesi.