10:00 Dorgveiði á Hátíðarsvæði í boði Arion banka.

 

11:00 Öllum krökkum boðið að prufa tól og tæki hjá fimleikahópi Gerplu. Hópurinn setur upp áhöld á túninu við Samkomuhúsið. Allir velkomnir í heimsókn til þeirra í boði Ragnars og Ásgeirs.

 

11:00 Eyþór Björnsson með myndasýningu og sögur frá ferðum sínum til Sýrlands, Líbanon og Palestínu í Sögumiðstöðinni. Eyþór var í vetur með þessar sýningar og voru þær stórskemmtilegar.

 

12:00 Fiskisúpa Lionsklúbbs Grundarfjarðar á Hátíðarsvæði – Það má enginn missa af þessari frábæru súpu.

12:00 Markaður á hátíðarsvæðinu opnar – Grundarport markaður í Risatjaldinu, töff handverk, nuddpúðar og ýmislegt annað sniðugt í Grundarporti.
Kvenfélagið verður með kakó, kaffi, vöfflur og skúffukökur til sölu í Risatjaldinu     Alvöru kaffihúsastemning.

 

13:00 Fjölskyldudagskrá á Hátíðarsvæðinu í boði Soffaníasar Cecilssonar

-          Lalli Töframaður kynnir og sýnir listir sínar

-     Menningar og Tómstundanefnd afhendir menningarverðlaunin Helgrindur

-          Friðrik Dór syngur

-          Grundfirsku strákarnir Aron, Bergur, Benni og Emil leika nokkur lög

-          Hvanndalsbræður skemmta allri fjölskyldunni

-     Afhending Vitans, menningarverðlauna Eyrbyggja Hollvinasamtaka Grundarfjarðar

-          Dansnemendur Auðar B. taka sporið - Auður hefur verið með námskeið alla vikuna og nú sýna krakkarnir okkar afraksturinn

-          Krakkar af námskeiðinu Sköpun og skemmtun koma fram

-     Evrópumeistarar Gerplu stíga á stokk og stökkva jafnvel líka

 

14:00 Skemmtisigling um fjörðinn - Láki Tours siglir með farþega í skoðunarferð - fuglar, hvalir og jafnvel sjóstangveiði. Það þarf að bóka ferðina. Bókanir á Hótel Framnesi. 

 

14:00  Franskir fiskimenn og fólkið í sveitinni – Sögur og spökúleringar í Sögumiðstöðinni. 1000 kr aðgangseyrir.

 

16:00 Söngtónleikar í Grundarfjarðarkirkju – Elmar Gilbertsson ásamt meðleikara flytja íslensk og erlend sönglög. Elmar er Snæfellingur sem hefur verið erlendis við nám og störf í söng og komið fram víða í óperuhúsum. Eitthvað sem tónlistarunnendur mega ekki láta fram hjá sér fara.  1.500 kr. Aðgangseyrir.

 

16:00 Stuttmyndin Kría eftir Dögg Mósesdóttur sýnd í Sögumiðstöðinni. Dögg er forsprakki kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin er ár hvert í Grundarfirði. Kría var frumsýnd fyrir stuttu í Bíó Paradís og nú gefst hátíðargestum tækifæri á að sjá hana. Kría var tekin upp í kringum Grundarfjarðardagana 2009 á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og í Flatey. Í myndinni er m.a. sena frá hátíðarhöldunum þar sem Grundfirðingar sjást skemmta sér. Sigrún Aðalheiður ung grundfirsk stúlka fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Myndin fjallar um sígauna á ferðalagi um Snæfellsnesið sem að gefur ungri stúlku á puttanum far og upp hefst mikið ævintýri. Myndin er 20 mínútur á lengd. aðeins 500 kr aðgangseyrir

17:00 Snæfellingurinn Bond í Sögumiðstöðinni. 1000 kr aðgangseyrir

 

20:00  Skrúðgöngur – Gulir hittast í þríhyrningi, Rauðir við Kaffi 59, Grænir við blokkina í Sæbóli og Bláir við kirkjuna 

 

20:30  Hverfin skemmta sér á bryggjunni – Hvaða hverfi er með skemmiatriði ársins???

 

22:00  Bryggjuball með Draugabönum og Feik í boði Landsbankans

 

23:30  Stórdansleikur með Hvanndalsbræðrum í Risatjaldinu á Hátíðarsvæðinu.
2500 kr aðgangseyrir – 18 ára aldurstakmark.

 

Alla helgina:

  • Ratleikur fyrir alla fjölskylduna - Þáttökuspjaldið afhent í Sögumiðstöðinni. Glæsilegir vinningar í boði.
    Endilega taktu þátt í skemmtilegum ratleik um Grundarfjörð
  • Leiktæki frá Sprell
  • Frítt í hoppukastalanna alla helgina í boði Fisk
  • Sjoppan hjá UMFG – Eitthvað gott fyrir alla
  • Myndlistasýning – Edda Hringsdóttir í Verkalýðshúsinu Borgarbraut.
  • Myndlistasýning – Sólrún Halldórsdóttir í FSN, verk sem eru unnin á árinu 2011.
  • Meistarinn Pylsuvagn með opið fram á kvöld.
  • Kaffi 59 – Pizzurnar þar svíkja engann. Opið fram á kvöld.
    Frábær kjotsúpa í pottinum alla helgina á Kaffi 59
  • Sögumiðstöðin – Kaffi Emil. Rjúkandi á könnunni.