- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sögumiðstöð og Vorgleði
Eyrbyggja-sögumiðstöð býður gestum og gangandi upp á hinar ýmsu sýningar þessa hátíðarhelgi. Þar ber helst að nefna kvikmynd Daggar Mósesdóttur. Myndin er heimildamynd um Maríu Runólfsdóttir sem var ættleidd frá Grænhöfðaeyjum 2 ára gömul. María fór svo aftur, ásamt Dögg, til Grænhöfðaeyja rúmum 20 árum síðar til þess að hitta fjölskyldu sína.
Einnig verða sýndar tvær stuttmyndir og tvö tónlistarmyndbönd eftir Dögg. Þar að auki verða ýmsar aðrar sýningar í Eyrbyggju um helgina, t.d. ljósmyndasýning með myndum Bærings Cecilssonar.
Vorgleðin hefur náð að festa rætur í menningarlífi Grundarfjarðar. Þetta árið er hún haldin 3ja árið í röð. Að þessu sinni ber hún yfirskriftina „Sveitt og svöl í Grundó“ og eru leikin og sungin íslensk dægurlög.
Vorgleðihópurinn samanstendur af næst sem 40 manna hópi tónlistarfólks. Hópurinn æfir nú baki brotnu og á svo sannarlega hrós skilið fyrir þetta framtak sitt til hátíðarinnar.