- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Veitingahúsin í Grundarfirði, þrjú talsins, hafa öll upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða í tilefni hátíðarinnar.
Kaffi 59
Á Kaffi 59 verða trúbadorarnir Siggi og Jói bæði föstudags- og laugardagskvöld.
Kaffi 59 býður upp á veitingar af matseðli í sal auk þess sem kynstrin öll af girnilegum tertum bjóðast auk ekta „kaffihúsa kaffis“
~ Opið fyrir pizzur alla helgina ~
Hótel Framnes
Hótel Framnes verður opið alla helgina. Boðið verður upp á morgunmat, súpu og brauð í hádeginu og mat af matseðli á kvöldin. Málverk eftir Ingibjörgu Rán, Magnús Álfsson o.fl. verða til sýnis alla helgina.
Föstudagskvöld verður „leynibarþjónn“ á staðnum og því tilvalið að gera sér ferð til að kanna málið!
Nánari upplýsingar um Hótel Framnes er að finna á heimasíðu hótelsins
Krákan
Á Krákunni verður matarhlaðborð frá kl. 17 alla helgina, frá fimmtudegi og fram á sunnudag.
Hátíðin hefst í Krákunni á fimmtudagskvöld með tríóinu Feik ásamt gestaspilara.
Sverrir stormsker tryllir lýðinn á laugardagskvöld eins og honum einum er lagið.
~ alltaf gaman í Krákunni ~