- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í kvöld, fimmtudagskvöld verður Veðramót, mynd Guðmnýjar Halldórsdóttur sýnd í Sögumiðstöðinni kl. 21. Tryggvi Gunnarsson, sem tók þátt í gerð myndarinnar situr fyrir svörum eftir myndina en hún hefur verið tilnefnd til 11 Edduverðlauna.
Á morgun er svo fyrra námskeið í konfektgerð sem Andrés og Óskar Andreasen bakarameistarar leiða. Fullt er orðið á námskeiðið en möguleiki er á að skrá sig á námskeið á laugardag í síma 899 1782. Annað kvöld verða svo tvær verðlaunastuttmyndir
eftir Grím Hákonarson, Bræðrabylta og Slavek the Shit. Dagskráin hefur verið uppfærð og er nú rétt skráð en þau leiðinlegu mistök urðu að dagskráin var ekki rétt prentuð. Beðist er velvirðingar á því.