65. Stjórnarfundur Eyrbyggja 11. október 2005 kl. 18:00 í Lágmúla 6 í Reykjavík.

Viðstaddir:  Bjarni Júlíusson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson,  Guðlaugur Pálsson

1.                  Rætt var um útgáfu 6. heftisins í ritröðinni fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Próförk verður tilbúin um eða uppúr mánaðarmótum og stefnt er að úgáfu um miðjan mánuðuinn.

 

2.                  Formanni falið að sækja um styrk til sveitarfélagsins vegna útgáfunnar.

 

3.                  Aðalfundur er framundan og er gert ráð fyrir að hann verði haldinn þann 17. nóvember n.k. Fundurinn verði með sviðpuðu sniði og síðasti aðalfundur. Fyrst séu hefðbundin fundarstörf, stjórnarkjör og kynning ársreiknings, en síðan taki við myndasýning. Hermanni falið að ræða við Svein Arnórs um myndir á sýninguna.

Formaður mun undirbúa aðalfund og kynna dagskrá á næsta stjórnarfundi. Meðal atriða sem þarf að ganga frá eru: Tillögur um nýja stórnarmenn, lagabreytingatillögur, nýja skoðunarmenn vegna reikninga þar sem Náll hefur beðist undan endurkjöri o.fl.

 

4.                  Rætt var um undirbúning á útgáfu næsta árs.

 

Fundi slitið  kl 19.30. Næsti fundur, er ráðgerður þriðjudaginn 8. nóvember