44. stjórnarfundar Eyrbyggja 3. júní 2003  kl 20:00 hjá Frostmarki í Kópavogi.

 

Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Orri Árnason, Guðlaugur Þór Pálsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Pálsdóttir, Freyja Bergsveinsdóttir (gestur, grafiskur hönnuður Eyrbyggja).

1.                  Örnefnamynd

Örnefnamyndin af Kolgrafafirði er komin úr prentun og er til sölu í Hrannarbúðinni fyrir kr. 500-.

 

2.                  Útgáfa bókarinnar                      

Búið er að prenta próförk af bókinni og er hún núna til yfirlestrar.  Gert er ráð fyrir að bókin verði tilbúin 20. júní.  Verð bókarinnar verður kr. 2000- og henni fylgir örnefnamynd af Kolgrafafirði.

 

3.                  Loftmyndakort

Fyrsta próförk af loftmyndakorti (ljósmynd með texta inná) af Eyrarsveit er tilbúin og er til yfirlestrar.

 

4.                  Ársfundur

Ársfundur Eyrbyggja verður haldinn laugardaginn 26. júlí kl 1700 á Hótel Framnesi.  Gjaldkera er falið að stilla upp reikningum og leggja þá fyrir endurskoðendur Friðbjörgu Matthíasdóttur og Njál Gunnarsson fyrir ársfundinn.

 

5.                  Fjármögnun

Unnið er að fjármögnun bókar.

 

6.                  Ný stjórn

Fráfarandi stjórnarmönnum er uppálagt að finna nýja menn í sinn stað.

 

 

7.         Næsti fundur.

Ákveðið var að halda næsta fund þriðjudaginn 1.júlí.