- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Stjórnarfundur 13. des. 1999 kl 20 í Perlunni.
Mættir: Gísli Karel Halldórsson, Ólafur Hjálmarsson, Elinbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Hallgrímsson og Hermann B. Jóhannesson.
1. Stjórnarmeðlimum hefur borist bréf frá sveitarstjóranum í Grundarfirði með viðurkenningarorðum. Stjórnarmenn voru ánægðir með viðurkenninguna og jafnframt hvatning til þeirra sem koma að undirbúningi á útgáfu bæklingsins að koma því í verk sem við stefnum að.
2. Gísli gerði grein fyrir drögum að efni í bæklinginn.
2.1 Jón Böðvarsson. Landkostir við Eyri og Eyrbyggja. GKH hefur samband við JB í lok janúar 2000
2.2 Halldór Finnsson. Samgöngumál á 20. öldinni. Texti er langt kominn. Eftir að fínpússa og ganga frá myndum.
2.3 Sigríður Pálsdóttir. Þinghúsið og Brunnhúsið. Sigríður kom með drög að texta til GKH í dag ásamt gömlum myndum til skönnunar. Eftir er að skrifa um Brunnhúsið og laga texta.
2.4 Hólmfríður Gísladóttir. Um Guðríði Hannesdóttur, f:1783, formóður fjölda Eyrsveitunga. GKH mun ræða við Hólmfríði eftir áramót.
2.5 Halldór Páll Halldórsson. Fyrsti bíllinn í Grundarfjörð. Halldór stefnir að því að ljúka við sín skrif fyrir áramót.
2.6 Gunnar Kristjánsson. Þegar efri hæð Kaupfélagsins var lyft. Gunnar hefur tekið að sér að skrifa um þennan sérstaka atburð. Gunnar mun ræða við Elís Guðjónsson og aðra sem hafa upplýsingar af vettvangi.
2.7 Jóhannes F. Halldórsson og Lilja Mósesdóttir. Hagtölur og tölfræðilegar upplýsingar um Grundarfjörð. Málið er í vinnslu. Verður sinnt af afli strax eftir áramót.
2.8 Sigurður Hallgrímsson. Frásagnir Þorkels Sigurðssonar og Péturs Sigurðssonar. Sigurður hefur heimsótt Þorkel með segulband. Áhugaverð frásögn sem Sigurður hafði hug á að fjalla um er um sjóslys 1919 í Grundarfirði, sem leiddi m.a. til þess að fjórar jarðir losnuðu til ábúðar. Í framhaldi af því fengu afi og amma Sigurðar, þau Ingibjörg og Sigurður Suður Bár til ábúðar.
2.9 Ólafur Hjálmarsson. Gömul fiskimið og siglingaleiðir. Ólafur hefur
fengið loforð um bæði gamlar og nýjar ður í Perlunni kl 20 mánudaginn 10.janúar 2000.