- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
30. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 4. mars 2002 á Grand Hótel.
Viðstaddir: Björg Ágústsdóttir (bæjarstjóri), Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Gísli Karel Halldórsson.
1. Innsláttur örnefna.
Hugrún Elísdóttir gerir ráð fyrir að innslætti verði lokið fyrir miðjan mars. Í framhaldi af því fara skrárnar til yfirlestrar á Örnefnastofnun og síðan inn á heimasíðu Grundarfjarðar og Örnefnastofnunar.
2. Viðtal við Guðmund á Eddunni.
Kristján E. Guðmundsson hefur tekið að sér að hafa viðtal við Guðmund í Hafnarfirði sem var skipverji á Eddunni þegar hún fórst. Dóttir Guðmundar og samkennari Kristjáns verður honum til aðstoðar.
3. Viðtöl á segulband.
Ræða þarf við sögunefnd Grundarfjarðar um söfnun á viðtölum við eldri Grundfirðinga. Æskilegt væri að sögunefndin útbyggi nafnalista yfir viðmælendur og gerði verðáætlun um hverjir taki upp viðtöl við valda einstaklinga.
4. Borga í bænum.
Komin er grein frá Helgu Gróu Lárusdóttur ásamt myndum.
5. Manntalið 1703.
Kristján E. Guðmundsson er að vinna grein um manntalið til birtingar í bókinni.
6. Elstu ljósmyndirnar Grundarfirði.
Inga Lára Baldvinsdóttir deildarstjóri ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins hefur skrifað mjög áhugaverða grein fyrir okkur um elstu ljómyndirnar í Grundarfirði. Sérstaklega er fjallað um Guðbrand Guðbrandsson borgara í Grundarfirði (1828-1881). Með greininni fylgja nokkrar myndir sem Guðbrandur tók.
7. Fiskimið.
Guðjón Elísson hefur sent okkur 10 ný kort af fiskimiðum í Breiðafirðinum.
8. Mjólkurstöðin í Grundarfirði.
Njáll Gunnarsson hefur skrifað grein um mjólkurstöðina í Grundarfirði. Sunna Njálsdóttir er að lesa greinina yfir og fáum við hana síðan senda á tölvutæku formi.
9. Dagbók Sigríðar Pálsdóttur.
Sigríður Pálsdóttir mun leggja til grein sem byggist á dagbók hennar frá um 1942.
10. Frá vísnanefnd.
Vigdís Gunnarsdóttir hefur sent okkur nokkrar vísur eftir ýmsa höfunda til birtingar í næstu bók.
11. Annáll 2001.
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri er til í að skrifa annál Grundarfjarðar 2001 til birtingar í bókinni. Hún hefur frítt spil í að fjalla um framtíðarsýn eða æskilega þróun byggðarlagsins.
12. Fræðslumál og dagbækur Elimars.
Gunnar Kristjánsson ætlar að vinna grein um fræðslumál í Eyrarsveit byggða á dagbókum Elimars en Rut mun senda honum ljósrit af völdum síðum.
13. Heimasíða Eyrbyggja.
Magnús Soffaníasson er að þróa heimasíðuna þannig að við getum sjálf sett fundargerðir og gögn beint inn á hana. Hildur og Elinbjörg munu taka saman ábendingar um útlit og æskilega framsetningu á heimasíðunni. Þeim ábendingum verður komið til Magnúsar.
14. Starf Eyrbyggja.
Hugarflugsumræða. Notað var tækifærið þar sem Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri var á fundinum að ræða starf Eyrbyggja og hvort við séum á réttri braut. Hvernig er verkefnavalið ? Hvernig er skipulagið ? Þurfum við að setja starfið í fastari skorður í samráði við heimamenn og bæjarstjór ? Mikilvægt er að halda áfram að hafa starfið skemmtilegt þannig að starfsgleði ríki.
15. Sr. Jens Hjaltalín.
Lagt var fram ljósrit að sjálfsævisögu Sr. Jens Hjaltalíns sem er um 60 vélritaðar blaðsíður. Ævisagan er einlæg og mjög séstök. Hún gæti verið áhugavert efni bókina okkar.
11. Næsti fundur.
Næsti stjórnarfundur verður mánudaginn 8. apríl 2002 kl 20.