- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
27. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 3. des 2001 í Perlunni.
Viðstaddir: Hildur Mósesdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Ásgeir Þór Árnason, Ólafur Hjálmarsson (veðurtepptur á Nesjavöllum), Elínbjörg Kristjánsdóttir (með flensu), Lilja Njálsdóttir (föst í vinnu).
1. Staðan við uppgjör bókarinnar.
Uppgjör er komið að vestan. Stjórnarmenn eru að vinni í símsölu og er því ekki lokið.
2. Framfaraverðlaun.
Tillaga kom um að veita framfaraverðlaun Eyrbyggja fyrir árið 2001. Stefnt er að afhendingu þeirra í Grundarfirði fyrsta laugardag á nýja árinu eða 5. janúar 2002.
3. Efnisöflun og greinar.
Njáll Gunnarsson hefur tekið að sér að skrifa um Mjólkurstöðina í Grundarfirði. Njáll var síðasti stjórnarformaður og þekkir söguna vel. Einnig hefur hann góðan aðgang að fundargerðarbókum og fleiri upplýsingum um Mjólkurstöðina.
Arnór Kristjánsson á Eiði hefur tekið að sér að skrifa grein um Grundarrétt og ef til vill meira um annað sjálfvalið áhugavert efni.
Elís Guðjónsson tók vel í að skrifa um uppbyggingu húsa og gatna í Grundarfirði. Gísli mun verða honum innan handar um gögn. Gísli mun athuga með hvað sé til af loftmyndum frá mismunandi tímum af Grundarfirði hjá Landmælingum og kostnað við kaup á slíkum myndum til birtingar í bókinni. Loftmyndirnar geta verið góðar heimildir um uppbygginguna.
Reynir Oddsson kvikmyndagerðarmaður sendi Eyrbyggjum viðtal sem Þorsteinn Matthíasson tók við Odd Kristjánsson árið 1982. Oddur var einn af stofnendum Hraðfrystihússins og vann öturlega að uppbyggingu í Grundarfirði á fimmta áratugnum. Athuga með að birta útdátt úr þessu viðtali ásamt völdum myndum.
Jón Pétursson lögreglumaður hefur tekið vel í að skrifa grein um Steindórsmót UMFG.
4. Vísnanefnd.
Gunnar Njálsson kemur nýr inn í vísnanefnd Eyrbyggja í stað Halldórs Páls Halldórssonar sem óskaði eftir fríi vegna anna við sín störf. Í vísnanefnd verða þá Gunnar Njálsson, Vigdís Gunnarsdóttir og Páll Cecilsson.
Hólmfríður Gísladóttir á nokkurt safn af tækifærisvísum úr Eyrarsveit. Hólmfríður mun velja nokkrar vísur til birtingar ásamt frásögn um tilurð vísnanna.
5. Hljóðupptökur.
Vinna þarf skipulega að því að taka upp viðtöl við fólk.
Á fundinum spilaði Hermann brot úr viðtali hans við Pál Ásgeirsson.
Viðtölin bæði geyma sögu og raddir viðmælanda.
Leggja þarf áherslu á að hafa viðtal við Guðmund sem er fullorðinn sjómaður í Hafnarfirði. Guðmundur er einn af þeim sem komust lífs af eftir að Eddan fórst 16. nóv. 1953 í Grundarfirði. En þá fórust 8 manns en 9 björguðust. Eftir tvö ár verða 50 ár frá þessum atburði.
Ólafur Guðmundsson, Runólfur Guðmundsson og Ingi Hans Jónsson hafa allir tekið vel í að taka upp á segulband viðtöl við nokkra eldri borgara í Grundarfirði.
6. Skönnun skjala og mynda.
Ásgeir Þór Árnason kom með geisladisk með skönnun á blaðinu Dagsbrún sem UMFG gaf út 1933-1942.
Einnig kom Ásgeir með tvö albúm með gömlum myndum frá Grundarfirði. Myndirnar tók Þorsteinn Jósepsson. Ásgeir mun skanna allar myndirnar og vista þær á geisladisk
7. Örnefnaskilti.
Guðlaugur sýndi teikningu frá Freyju Bergsveinsdóttur af uppsetningu örnefnaskiltis. Gert er ráð fyrir að undirstaðan undir skiltið verði hlaðið upp úr fornsteini upp í borðhæð. Undisstaðan verði ferningur um 0,4x1,5 m. Ofan á undirstöðuna komi ryðfrí stálplata með inngreyptri mynd af fjallahringnum og örnefnum. Þessi hugmynd fékk góðar undirtektir á fundinum.
8. Næsti fundur.
Næsti stjórnarfundur verður í Perlunni mánudaginn 7. janúarr 2002 kl 20.