- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
26. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 5. nóv. 2001 í Perlunni.
Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hildur Mósesdóttir, Lilja Njálsdóttir, Ásgeir Þór Árnason, Kristján E. Guðmundsson, Ólafur Hjálmarsson (veðurtepptur á Nesjavöllum).
1. Staðan við uppgjör bókarinnar.
Uppgjöri er ekki lokið.
2. Sala stjórnar og Sögunefndar.
Tillaga kom um að bjóða fyrirtækjum sem tengjast Grundarfirði nokkurt upplag af bókinni sem fyrirtækin gætu notað til jólagjafa sem ígildi jólakorta, til sinna viðskiptavina utan Eyrarsveitar.
Símsala stjórnar er rétt að fara af stað en búið er að selja 30 eintök.
3. Skönnun gagna og mynda.
Ásgeir er byrjaður að skanna blaðið Dagsbrún sem UMFG gaf út 1933-1937. Ljósritið sem unnið er með er ekki gott og talsverð vinna er við að laga myndir og hreinsa. Verið er að athuga með hvort hægt sé að fá frumritið til skönnunar. Ásgeir hefur verið að viða að sér gömlum myndum til skönnunar. Kristján er með möppu úr þrotabúi þar sem meðal annars eru gamlar myndir frá Grundarfirði. Kristján mun láta Ásgeir fá myndirnar til skönnunar.
4. Efni frá Kristjáni E. G.
Kristján las stutta frásögn af Borgu í bænum og hvaða áhrif Borga hafði á hans eigin nafngift. Það ætti vel við að hafa þá frásögn sem sér grein aftan við grein Helgu Gróu í bókinni.
KEG sagði frá manntalinu 1703 sem er merkileg heimild um samfélagið í Eyrarsveit á þeim tíma, t.d. voru þá 63 sveitaómagar í Eyrarsveit. Einnig er athyglisvert hvað var hlutfallslega fá börn og unglingar.
Mikill fjöldi var af hjáleigum á þessum tíma. KEG mun setja manntalið upp til prentunar í bókinni, einnig mun hann hafa nokkra félagslega umfjöllun út frá manntalinu. KEG mun einnig setja nöfn á þeim bæjum sem koma fyrir í manntalinu inn á kort sem við gætum prentað með greininni.
5. Drög að efnisyfirliti.
1. Inga Lára Balvinsdóttir. Ljósmyndarar í Grundarfirði um 1850
2. Kristján E. Guðmundsson. Manntalið 1703
3. Erla Dóris. Holdsveikraspítalinn að Hallbjarnareyri.
4. Ingi Hans Jónsson. Vélbátaútgerð frá Grundarfirði á 20. öldinni og sjóminjasýningin.
5. Jóhannes F. Halldórsson. Bjarni Sigurðsson frá Berserkseyri.
6. Helga Gróa Lárusdóttir. Um Borgu í bænum og Dóra
7. Kristján E. Guðmundsson. Meira um Borgu í bænum
8. Sigurður Lárusson. Mjólkurstöðin í Grundarfirði.
9. Ingi Hans Jónsson. Saga af hattaranum á Fornu Grund.
10. Gunnar Kristjánsson. Úr dagbókum Elimars Tómassonar fyrrv. skólastjóra.
11. Frá vísnanefnd. Nokkrar vísur eftir hagyrðinga í Eyrarsveit.
12. Sigríður Pálsdóttir. Mótekja í Eyrarsveit.
13. Guðjón Elísson og Elís Guðjónsson. Kort og lýsingar af fiskimiðum.
14. Gamlar myndir. Birtar nokkrar valdar gamlar myndir með skýringartexta.
15. Sunna Njálsdóttir. Sagt frá söfnun og skráningu ljósmynda í gagnasafn.
16. Landafræðinemar við Háskóla Íslands, c/o Ester Þórhallsdóttir. Útræði og lendingar í Eyrarsveit.
17. Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri, Annáll Eyrarsveitar 2001.
18. Örnefnamynd. Myndir af fjallahringnum við Grundarfjörð með örnefnum.6. Grein Helgu Gróu Lárusdóttur.
Stjórnarmenn höfðu fendið grein Helgu Gróu um Borgu í bænum. Allir sammála um að greinin væri góð og væri fengur að henni í bókinni.
7. Gamlar myndir.
Huga þarf að vali á gömlum myndum til birtingar í bókinni.
8. Heimasíðan.
Hermann lagði til að inn á heimasíðu Eyrbyggja yrðu settir tenglar inn á heimasíður Sveins Arnórssonar, Guðjóns Elíssonar og Inga Hans Jónssonar. Einnig að sett verði upp gestabók á heimasíðunni.9. Örnefnaskilti.
Guðlaugur Pálsson sagði frá stöðunni við örnefnaskiltið. Guðlaugur mun koma með tillögu á næsta fundi um hvernig útfærslu verði háttað.
10. Stofnlög UMFG.
Gísli sýndi frumrit af handskrifuðum lögum UMFG sem virðist vera frá stofnun félagsins líklega laugardaginn 10. júní 1933. Lilja fékk í hendur ljósrit og mun vélrita upp textann.
11. Næsti fundur.
Fundi slitið 22:30. Næsti stjórnarfundur verður í Perlunni mánudaginn 3. desember 2001 kl 20.