- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þá hefur 2.flokkur kvenna lokið keppni á íslandsmótinu innan húss.
Stelpurnar fóru á Skagann á laugardaginn og stóðu sig alveg ágætlega þó að þær hafi ekki unnið nema einn leik, en þær voru að keppa við stelpur sem eru búnar að vera að æfa saman í allan vetur en þar sem okkar stelpur eru sumar í burtu í skóla hafa þær ekki verið að æfa mikið í vetur.
Leikar fóru svo að við töpuðum fyrir Fylki 1-5, leikurinn BÍ/Bolungarvík - Grundarfjörður fór 4-1, þá var komið að því að spila við gestgjafana í ÍA sá leikur tapaðist 1-9. Leikurinn á móti KR tapaðist einnig en þar munaði ekki miklu og hefðu okkar stelpur átt að vinna þann leik en loka tölur urði
KR 2 ,Grunarfjörður 1 Síðasta leikinn á mótinu unnum við svo Þrótt R
og vannst hann 3-2. Við lentum því í 5.sæti, erum sátt við þann árangur og gerum bara betur næst.