- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Býr í þér lítill hátíðarpúki - langar þig að halda utan um skemmtilegasta dag ársins?
Grundarfjarðarbær óskar eftir áhugasömum einstaklingi, einstaklingum eða félagasamtökum innan sveitarfélagsins til að sjá um að skipuleggja og halda utan um hátíðardagskrá 17. júní 2023.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er hátíðisdagur sem inniheldur fast mótaðar hefðir og fjölbreytta skemmtidagskrá sem höfðar til allra aldurshópa, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Í umsókninni skulu koma fram upplýsingar um umsækjanda, ákveðnum hugmyndum að dagskrá og hver sé ábyrgðarmaður. Hægt er að sækja um að halda hátíðina í heild eða skipuleggja hluta hennar, í samstarfi við bæinn.
Umsóknum skal skila til íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið ithrott@grundarfjordur.is eða á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, merkt „17. Júní – Hátíðarhöld“ fyrir kl. 12 á hádegi, þann 17. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson íþrótta-og tómstundafulltrúi.