- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það voru 18 krakkar sem tóku þátt á 17.júní sundmóti UMFG og var yngsti keppandinn 6 ára. Keppt var í bringusundi og skriðsundi.
Nokkru fyrir mótið kom í leitirnar farandbikar sem veita á ár hvert, fyrir besta afrek mótsins, bikarinn hafði verið vel geymdur uppi í hillu hér í bæ í nokkur ár, en er nú kominn í umferð aftur. Besta afrek mótsins átti Jóhanna Steinþóra og fær hún gripinn til varðveislu í eitt ár.
Í Kvernárhlaupinu tóku 12 krakkar þátt og sigurvegari hlaupsins var Gunnar Andri (barnabarn Jóhönnu og Gunna í Hrannarbúðinni) og fékk hann afreksbikar Kvernárhlaupsins til varðveislu í eitt ár. Einungis fjórir tóku þátt í Grundarhlaupinu í ár og er það óvenju fátt. Sigurvegari þar var Þorsteinn Már og fer því afreksbikarinn aftur á hans heimili, en Jóhann bróðir hans vann hlaupið í fyrra. Þökkum foreldrum og krökkunum sjálfum fyrir að taka þátt í viðburðum dagsins með okkur. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá deginum.
Stund milli stríða |
Af stað |
Krakkarnir sem tóku þátt í sundmótinu |
Harpa Lilja á leið í markið |
Þau sem tóku þátt í Kvernárhlaupinu |
Grundarhlaupshópurinn Lárus,Dæja,Hlynur,Guðbjörg á myndina vantar Þorstein en Lárus tók við verðlaununum fyrir hann |