Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar lék nokkur lög við góðar undirtektir.
Þjóðhátíðardagur íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í Grundarfirði líkt og hefð er fyrir. Hin venjubundna skrúðganga var gengin um Grundargötu og Borgarbraut inn í Þríhyrning þar sem boðið var upp á ýmis skemmtiatriði fyrir börnin ásamt ávarpi fjallkonu og hátíðarræðu sem bæjarstjórinn flutti að þessu sinni.
Einnig voru nokkur ferðaþjónustufyrirtæki í Grundarfirði með kynningar á sinni starfsemi yfir daginn.