- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hátíðardagskráin var með hefðbundnu sniði hér í Grundarfirði. Fyrir skrúðgöngu var börnum boðið upp á andlitsmálningu. Að því loknu hélt skrúðgangan með Lúðrasveit Grundarfjarðar í broddi fylkingar upp í þríhyrning. Þórunn Kristinsdóttir flutti hátíðarræðu og fjallkona að þessu sinni var Sigríður Guðbjörg Arnardóttir. Pétur Pókus og Bjarni töframaður voru með skemmtun, söngatriði voru flutt og börnum var boðið að fara á hestbak. Það gekk á með hefðbundnum 17.júní skúrum en stytti upp þegar líða tók á daginn. Hátíðinni lauk svo með diskóteki fyrir börn og unglinga í þríhyrningnum. Hátíðin var í umsjá íþrótta- og tómstundanefndar Grundarfjarðar og eru henni, KFUM/K, unglingadeild Snæfellings, Sylvíu Rún og öðrum sem komu að hátinni færðar þakkir fyrir.