- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mynd: Sólrún Halldórsdóttir
Vakin er athygli á viðtali við Sólrúnu Halldórsdóttur um listaverk hennar sem nú hefur verið sett upp við kirkjutúnið í Grundarfirði. Verkið og uppsetning þess voru til umfjöllunar í þættinum "Að vestan" á sjónvarpsstöðinni N4, mánudaginn 24. maí 2021. Auk þess var viðtal við Sólrúnu í Skessuhorni, 26. maí sl.
Verkið verður formlega afhjúpað og fær nafn sitt föstudaginn 4. júní nk. og verður það hluti af dagskrá sjómannadagshelgarinnar í Grundarfirði. Nánari tímasetning og upplýsingar koma síðar.
Viðtalið við Sólrúnu á N4 má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Viðtal í Skessuhorni, héraðsfréttablaði Vesturlands.