- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í tilefni af 112 deginum heimsóttu Slökkvilið Grundarfjarðar, sjúkraflutningamenn og björgunarsveitin Klakkur grunnskólann og fræddu nemendur um neyðarþjónustu og starfsemi sína. Einnig voru veitt verðlaun fyrir eldvarnargetraun sem lögð var fyrir 3. bekk um land allt í eldvarnarvikunni í desember. Einn Snæfellingur fékk verðlaun en á landinu öllu voru aðeins 33 verðlaunahafar. Hinn eldklári verðlaunahafi heitir Gunnar Ingi Gunnarsson og afhenti slökkviliðsstjóri honum verðlaunin fyrir hönd Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Í verðlaun hlaut Gunnar viðurkenningarskjal, reykskynjara, 8.000 kr. inneign á bankabók og bíómiða.