Bæjarstjórnarfundur

FUNDARBOÐ 212. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 8. mars 2018, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30 .   Dagskrá:  

Námskeið um þátttöku í sveitarstjórn

   Smellið á mynd til að stækka.

Ljúfir tónar við lygnan fjörð

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 8.mars kl 20:00   Sandra Lind Þorsteinsdóttir - sópran, Una María Bergmann - mezzosópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir - píanóleikari   Á tónleikunum munu hljóma verk eftir Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar, Atla Heimi Sveinsson, Tryggva M. Baldvinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, W.A. Mozart, Heinrich Schütz, Saint-Saëns og Leo Delibes. Hlustendum gefst því tækifæri til að kynnast fjölbreyttum íslenskum sönglögum sem og dúettum úr ýmsum áttum.     Aðgangseyrir kr 1500.- Allir velkomnir!         Listvinafélag  Grundarfjarðarkirkju   

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknirverður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði mánudaginn 12. mars n.k.Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350

Forvarnir í grunnskólanum með Loga Geirssyni

     Handboltakappinn Logi Geirsson mætti í grunnskólann í gær og fór yfir forvarnir með nemendum. Krakkarnir hlustuðu af athygli á framsögn Loga og voru áhugasamir um fræðsluna. Meðal þess sem Logi fór yfir var markmiðasetning og áherslan á að fylgja sinni eigin sannfæringu. Frábær heimsókn frá handboltakempunni góðu.