Stígamót

  Stígamót auglýsa að fljótlega hefjist ókeypis þjónusta fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á Vesturlandi. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi. Nú eru talsmenn Stígamóta á ferð um landshlutann að kynna starfsemina fyrir fagaðilum og almenningi.  

Vísnasamkeppni grunnskólanna

Margrét Helga Guðmundsdóttir í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar var hlutskörpust nemenda á miðstigi í vísnasamkeppni grunnskólanna sem Menntamálastofnun stóð fyrir. Unnur Birna Þórhallsdóttir íslenskukennari afhenti henni viðurkenningarskjal og bókaverðlaun frá Menntamálastofnun í dag. Vinningsbotn Margrétar er feitletraður hér fyrir neðan.Til hamingju!   

Hundahreinsun í Grundarfirði

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu fimmtudaginn 26.janúar næstkomandi frá kl.13-16.30. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.    

40 ára leikskólastarfi fagnað í Grundarfirði

  Nemendur leikskólans Sólvalla tóku lagið fyrir gesti   Síðastliðinn laugardag var því fagnað að 40 ár eru síðan leikskólastarf hófst í Grundarfirði, en það var þann 4. janúar árið 1977 sem opnaður var leikskóli í húsi grunnskólans. Vel var mætt til afmælishátíðarinnar sem haldin var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar en í kjölfarið var opið hús í leikskólanum Sólvöllum þar sem starfsfólk kynnti starf leikskólans frá stofnun hans.  

55 ár frá því Grunnskóli Grundarfjarðar var vígður

    Í dag eru liðin 55 ár frá því Grunnskóli Grundarfjarðar var vígður og hófst kennsla í elsta hluta skólans í kjölfarið. Kennarar og nemendur gerðu sér dagamun í tilefni af afmælinu; sungu afmælissönginn og gæddu sér á köku.  

Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Grundarfirði, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Grundarfjarðar, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.  

Þrettándabrenna og flugeldasýning!

    Grundarfjarðarbær býður til árlegrar þrettándabrennu föstudaginn 6. janúar kl 18:00 í Hrafnkelsstaðabortni í Kolgrafafirði. Flugeldasýning verður í boði björgunarsveitarinnar Klakks, álfar sveima um svæðið og Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar býður upp á heitt súkkulaði.   Mætum öll með góða skapið og kveðjum jólin saman!  

40 ára leikskólastarf í Grundarfirði

    Í dag, 4. janúar 2017, eru fjörtíu ár frá því leikskólastarfsemi hófst hér í Grundarfirði. Það var Rauðakrossdeildin í Grundarfirði sem hafði frumkvæði að ferkefninu og setti upp fyrstu leikskóladeildina í grunnskólanum. Í tilefni af afmælinu verður hátíðardagskrá í Samkomuhúsinu nk. laugardag, 7. janúar, klukkan 13:30 og í beinu framhaldi verður svo opið hús í leikskólanum Sólvöllum til klukkan 16:00.   Allir hjartanlega velkomnir!      

Hriða rusl eftir áramótin

Bæjarbúar eru vinsamlegast hvattir til að hreinsa upp eftir sig það rusl sem liggur á götum og gangstéttum eftir áramótin. Tökum höndum saman og höldum bænum okkar hreinum.