Hreyfivika UMFÍ stóð yfir dagana 29. maí til 4. júní og voru í boði sautján viðburðir hér í Grundarfirði. Að auki var frítt í sund og í golf á Bárarvelli.
Þá hafnaði Grundarfjarðarbær í ellefta sæti í sundkeppni sveitarfélaganna. Hreyfivikan endaði á göngu með Ferðafélagi Snæfellsness að Hrafnafossi í Kolgrafafirði.
Deildarstjóri óskast til starfa við 5 ára leikskóladeild í Grundarfirði frá 1. ágúst. Deildin er til húsa í Grunnskóla Grundarfjarðar. Um er að ræða, krefjandi og spennandi starf.
Deildin heitir Eldhamrar.
Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum.
Aðalinngangur Fellaskjóls verður lokaður frá og með þriðjudeginum 06.06.17.
Þar hefjast framkvæmdir við sólstofuna okkar, sem standa munu yfir í allt að eina viku.
Vinsamlegast notið inngang inn á Fellaskjól sem snýr að kirkjunni/bílastæði.
Anna Rafnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Sólvöllum. Anna hefur starfað á leikskóla meira og minna síðastliðin tuttugu ár og verið deildarstjóri síðustu þrjú árin, fyrst á Sólvöllum og nú síðasta árið á leikskóladeildinni Eldhömrum.