Það var Tómas Logi Hallgrímsson sem bar sigur úr býtum í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017 og hlýtur hann að launum kr. 50.000. Móðir hans, Helga Fríða tók við viðurkenningunni fyrir hönd Tómasar. Í öðru sæti varð Hafrún Guðmundsdóttir og fékk hún að launum kr. 30.000 og í því þriðja varð Sverrir Karlsson. Hann fékk viðurkenningu að upphæð kr. 20.000.
Grundarfjarðarbær þakkar frábæra þátttöku í Ljósmyndasamkeppninni og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju með úrslitin.