Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 17.apríl n.k.
Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, sími 432 1350.
Veittir verða styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í eftirfarandi verkefni:
1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar.
2) Verkefnastyrkir á sviði menningar.
3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála.
Styrkir úr Uppbyggingasjóði koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður.
Einungis verður ein úthlutun á árinu 2015 fyrir verkefnastyrki á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála.
Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar verður einnig úthlutað að þessu sinni og aftur síðar á árinu og eru þessir styrkir eru opnir fyrir úthlutun allt árið.
Verklags- og úthlutunarreglur má finna HÉR
Frestur til að skila umsóknum er til 22. apríl 2015.
Þriðjudaginn 14. apríl kl.17:00-18:30 verður opið hús í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Við bjóðum grunnskólanemendur og foreldra og forráðamenn sérstaklega velkomna.
Sjá auglýsingu hér.