Sumarnámskeið fyrir börn fædd á árunum 2001 - 2008

Í ár sem fyrri ár er boðið upp á glæsileg sumarnámskeið fyrir elsta árgang leikskólans og yngri árganga grunnskólans. Ólöf Rut Halldórsdóttir hefur umsjón með námskeiðunum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skráningareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu bæjarins og á bæjarskrifstofunni. Nauðsynlegt er að skráning fari fram fyrir kl 12.00 á föstudegi eigi barn að byrja á námskeiði á mánudegi í vikunni á eftir. Systkinaafsláttur fyrir 2. barn er 35% og fyrir þriðja barn 70%.    

Siðareglur kjörinna fulltrúa

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ hafa verið staðfestar af innanríkisráðuneytinu.   Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarstjórnum að setja sér siðareglur og samþykkti bæjarstjórn siðareglur í mars sl.   Siðareglurnar eru aðgengilegar hér á vefsíðu bæjarins undir flipanum "Stjórnsýsla - stjórnun".   Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ    

Kartöflugarðar

  Boðið er upp á kartöflugarða á Kvíabryggju eins og síðustu sumur. Hafið samband við vaktsímanúmer Kvíabryggju, 438 6827.      

Vorhreinsun lóða í Grundarfirði

Tökum höndum saman og fegrum bæinn okkar fyrir sumarið.  Starfsmenn áhaldahúss munu verða á ferðinni mánudaginn 26. maí og fjarlægja garðúrgang sem fólk hefur sett utan við lóðamörk sín.   Öðrum úrgangi og sorpi skal skilað til gámastöðvarinnar sem er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00 og laugardaga kl. 12:00 – 14:00   Athugið: - Garðaúrgang skal setja út við lóðamörk í pokum, greinaafklippur skal binda í knippi.- Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðamörk og verður slíkt fjarlægt á kostnað lóðarhafa.- Ekki verður fjarlægt rusl af byggingarlóðum.- Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í gámastöð, enn fremur timbri, málmum og öðru rusli.    

Aðalfundur Eyrbyggju - Sögumiðstövar

Aðalfundur sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju-sögumiðstöð verður haldinn fimmtudaginn 5. júní 2014, kl. 17:00, í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35, Grundarfirði.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.   Úr stofnskrá Eyrbyggju-sögumiðstöðvar: Starfsmenn stofnunarinnar og fulltrúar stofnaðila eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa stofnaðilar og á hver stofnaðili eitt atkvæði á aðalfundi.   Stjórn Eyrbyggju-sögumiðstöðvar    

Bókasafnið - opnunartími í sumar-

          Bókasafnið verður opið frá kl. 14:00 - 18:00 út maí.   1. júní - 15. ágúst: Sumaropnun frá kl. 09:00 - 17:00 alla daga.        

Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga

Frá og með miðvikudeginum 21. maí 2014 liggur kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 frammi til skoðunar í ráðhúsinu, Borgarbraut 16, kl. 10-14 alla virka daga til kjördags.   Hægt er að gera athugsemdir við kjörskrá fram á kjördag og skal senda erindi þess efnis til bæjarráðs.   Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2014.   Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hefst miðvikudaginn 4. apríl og lýkur föstudaginn 31. maí.  

Boðskort á útskrift

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin laugardaginn 24. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði.   Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.   Skólameistari.  

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval þriðjudaginn 20. maí kl. 12:00-17:00. Allir velkomnir   Blóðgjöf er lífgjöf