Samstarfssáttmáli Svæðisgarðs Snæfellsness

Föstudaginn 4.4.´14 var undirritaður samstarfssáttmáli um stofnun og rekstur Svæðisgarðsins Snæfellsness - sem er fyrsti svæðisgarður á Íslandi. Að því standa sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, félagasamtök í atvinnulífi (búnaðarfélög, Ferðamálasamtökin og Snæfell, félag smábátaeigenda) og SDS, stéttarfélag. Svæðisgarður snýst um að koma á fjölþættu samstarfsneti aðila á svæðinu. Samstarfsaðilarnir gera sér far um að nýta sérstöðu Snæfellsness við uppbyggingu fjölbreyttara og styrkara atvinnulífs og þjónustu. Snæfellingar nýta svæðisskipulag sem tæki í þessari vinnu, þar sem sameiginleg sýn um auðlindir og þróun Snæfellsness er fest í sessi. Merkilegt frumkvöðlaverkefni Snæfellinga - horft til langs tíma og varanlegu samningssambandi aðila komið á.  

Sumarstarf í Sögumiðstöðinni

Sögumiðstöðin, menningar- og upplýsingamiðstöð Grundarfjarðarbæjar, auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í sumar. Starfið felst í upplýsingagjöf til ferðamanna, móttöku gesta í Sögumiðstöð og léttum þrifum. Leitað er að einstaklingi með ríka þjónustulund, góða tungumálakunnáttu og þekkingu á umhverfi og staðháttum í Grundarfirði. Upplýsingar um starfið veitir markaðs- og menningarfulltrúi í síma 895-7110. Umsóknir sendist í netfang alda@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 16. apríl.