Eftirfarandi grein er tekin af vef Náttúrustofu Vesturlands www.nsv.is:
Mynd: Róbert A. Stefánsson
Flestum er í fersku minni dauði 30.000 tonna af síld í Kolgrafafirði 13. desember síðastliðinn og hefur m.a. orðið vart við afleiðingar þess meðgrúti í fjörum og óþef í lofti.
Síðdegis síðastliðinn föstudag, 1. febrúar, varð aftur vart við mikinn síldardauða þegar ferska síld rak á land við vestanverðan fjörðinn. Á laugardeginum fór starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands á staðinn til að meta aðstæður og gera tilraun til að meta magn síldar í fjörum. Dauða síld virtist aðallega vera að finna í fjörunni við vestanverðan fjörðinn frá brú inn að Eiðisstöpum, skammt suðaustan við bæinn Eiði, og var því ákveðið að ganga um 2,5 km langa leið eftir ströndinni frá eyrinni við brúna (frá sunnanverðum Hjarðarbólsodda) að Eiði.