Síðustu tvö ár hefur Snæfellsnesið verið kynnt undir slagorðinu Töfrar Íslands og er þar vísað til hins dulmagnaða og fjölbreytta landslags og náttúru sem þar er að finna. Í nýútkomnum kynningarbæklingi fyrir ferðamenn er Snæfellsnesi skipt upp í þrjú mismunandi svæði, nesið sunnan- og norðanvert og Útnesið þar sem Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er. Númerað kort af hverju svæði fyrir sig, svo og myndir sem sýna staðina sem verið er að vísa til hjálpa ferðamanninum, innlendum sem erlendum að velja þá staði og þau svæði sem þeir vilja helst skoða og kynna sér.
Þórunn Sigþórsdóttir umhverfisfulltrúi Snæfellsness, Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður, Dagný Þórisdóttir bæjarfulltrúi Stykkishólmi, Sigríður Finsen forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði, Guðrún G. Bergmann hótelstjóri og ráðgjafi, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir hönnuður og Róbert A. Stefánsson líffræðingur.