-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Farið var yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynnta vinnslutillögu deiliskipulags svæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur þörf á að bregðast við hluta athugasemda núna, en önnur atriði verða höfð til hliðsjónar við áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar. Farið var yfir valkosti og leiðir til að koma til móts við athugasemdir. Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að útfæra hugsanlegar leiðir í samstarfi við skipulagsráðgjafa.
Gerðar voru lagfæringar 10. júlí sl. á tillögu um breytingu aðalskipulags, í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar 9. júlí sl.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að skilmálum verði bætt við tillöguna um aðalskipulagsbreytingu, þar sem kveðið verði á um hljóðmön við vesturmörk iðnaðarsvæðisins.
Uppfærð gögn um breytingu aðalskipulags, eftir yfirferð, eru tilbúin til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Deiliskipulagstillagan:
Farið var yfir stöðuna á vinnslutillögu fyrir endurskoðun deiliskipulags Ölkeldudals.
Stefnt er að því að vinnslutillaga að deiliskipulagi Ölkeldudals verði kynnt á næstu vikum, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreyting:
Vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi var auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. júlí. Umsagnir hafa þegar borist frá eftirtöldum lögbundnum umsagnaraðilum:
Land og skógur, Slökkvilið Grundarfjarðar, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Landsnet, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Sveitarfélagið Stykkishólmur.
Farið var yfir umsagnirnar og verða þær hafðar til hliðsjónar við vinnslu endanlegrar tillögu.
Þá er einnig stefnt að opnu húsi síðar í ágúst þar sem vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi verður aðgengileg til kynningar fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að vinna með bæjarstjóra og skipulagsráðgjöfum að gerð endanlegrar tillögu um breytingu aðalskipulags vegna Ölkeldudals. Lokatillaga verður lögð fyrir nefndina og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og svo auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nánar um tillögurnar vísast til kynningargagna.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Þar sem staðfesting Skipulagsstofnunar á endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði norður liggur fyrir, samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd fyrir sitt leyti að fela skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra umboð til að ræða við Olíudreifingu um óskir þeirra á svæðinu, í samvinnu við hafnarstjórn/hafnarstjóra, og leiðbeina um framhald málsins.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um umboð til bæjarstjóra, skipulagsfulltrúa og hafnarstjóra skv. tillögu nefndarinnar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Málið er lagt fyrir nefndina, skv. gr. 2.3.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, þar sem húsið er ekki á deiliskipulögðu svæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin og telur jafnframt, í ljósi framlagðra gagna, að grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þurfi ekki að fara fram. Skipulagsfulltrúa þó falið að kynna nágrönnum þessa afgreiðslu.
Nefndin felur jafnframt byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum greinar 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna framkvæmdina fyrir lóðarhöfum að Sæbóli 13 og Grundargötu 42 þegar öll gögn hafa borist.
Berist ekki athugasemdir í grenndarkynningu er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem fylgir umsókninni. Umrætt land hefur verið nýtt undir golfvöll, í á þriðja áratug, og er því ekki um breytt not að ræða frá því sem verið hefur. Umrætt land og ný afmörkun þess samræmist Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, þar sem það fellur innan landnotkunarreits sem skilgreindur er sem íþróttasvæði (ÍÞ-6).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til að bæjarráð samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Vakin er athygli á smávægilegu misræmi milli umrædds lands og marka landnotkunarreitsins ÍÞ-6, en nefndin telur það þó ekki hafa áhrif á afgreiðsluna.
Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.
Bókun fundar
SG vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og gerir ekki athugasemd við uppskiptingu lands skv. umsókninni.
SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Þar sem gögn vantar er samþykkt að fresta afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir nýrri afstöðumynd fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Staðfestingarbréf Skipulagsstofnunar dags. 9. júlí 2024 lagt fram til kynningar.
Sjá breytingu:
https://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=Hmeb3sA3rEKQ06GGmCbWzA
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Fram eru settar tillögur um einfaldar breytingar sem tengjast að hluta til deiliskipulagsvinnu í Ölkeldudal og geta samrýmst framtíðaráformum um uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með hinar kynntu tillögur.
Bæjarstjóra er falið útfæra tillögurnar og koma til framkvæmda í samstarfi við áhaldahús.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Meðal annars kynnt framkvæmd Mílu við lagningu ljósleiðara, en í tengslum við það voru heimiluð rif og endurbygging gangstétta á Fagurhól að hluta og í Fagurhólstúni. Einnig framkvæmdir við endurbyggingu gangstétta neðst á Borgarbraut, á Nesvegi og upp Hrannarstíg, endurbygging gangstétta og blágræn beð á neðanverðum Hrannarstíg (frá Kjörbúð og að Nesvegi og inní Sólvelli), framkvæmdir við uppsetningu leiktækja við grunnskóla og leikskóla, framkvæmdir við orkuskipti og tilheyrandi endurbætur á rýmum í kjallara íþróttahúss, sem og framkvæmdir við endurnýjun klæðningar þaks og veggja í Sögumiðstöðinni.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framtakinu.
Rætt var um hentuga staði fyrir gróðursetningu trjánna.