Málsnúmer 2401018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 616. fundur - 24.01.2024



Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, Bergvin Sævar Guðmundsson, umsjónarmaður fasteigna og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda ársins ásamt þeim Ólafi, Sævari og Sigurði Val, þau verkefni sem farin eru af stað sem og verkefni framundan.

Rætt var um hönnun sundlaugargarðs og hvað felst í þeirri vinnu, rennibraut o.fl.
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á tjaldsvæði, merkingar á tjaldsvæði, stöðu verkefna í Þríhyrningi, fyrirhugaða uppsetningu leiktækja fyrir yngstu börnin á Hjaltalínsholti, fyrirhugaðar framkvæmdir í kringum gömlu spennistöðina, framkvæmdir í samkomuhúsi vegna gjaldhliðs fyrir salerni sem opin eru ferðafólki og fyrirkomulag salernisaðstöðu. Einnig rætt um gatnagerð næsta sumar, þar sem lögð er áhersla á gangstéttar á Hrannarstíg.

Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á vesturhlið íþróttahúss, en skipta á um glugga og hurðir og gera múrviðgerðir. Rætt um breytingar á aðkomuleiðum (hurðir) til að bæta aðgengi og neyðaraðkomu. Sigurður Valur sýndi teikningar og tillögur þar að lútandi.

Bæjarráð samþykkir samhljóða þá útfærslu sem tillaga er gerð um og verða teikningar unnar um þær.

Gestir

  • Bergvin Sævar Guðmundsson, umsjónarmaður fasteigna - mæting: 10:25
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 10:35
  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 10:10

Bæjarráð - 617. fundur - 28.02.2024

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

Farið yfir framgang nokkurra stórra verkefna;

Glugga- og hurðaskipti í íþróttahúsi/sundlaug. Fengin hafa verið tilboð í hurðir, glugga- og gluggaskipti, sem þurfa að fara fram á sama tíma og framkvæmdir vegna uppsetningar á varmadælum, svo ekki þurfi að loka sundlaug tvisvar. Varmadæluverkefnið verður unnið samhliða og gert er ráð fyrir að orkuskipti fari fram í júní nk.
Þakviðgerð - viðgerð á þaki yfir anddyri er í undirbúningi, en ekki tókst að fá viðgerð á því á síðasta ári. Þak grunnskólabyggingar hefur lekið við tónlistarskóla, en verður lagfært strax og veður leyfir.
Sögumiðstöð - framkvæmdir ársins eru í undirbúningi
Leiktæki/leikvellir - undirbúningar er í gangi við kaup á leiktækjum og öðrum tilheyrandi framkvæmdum.

Skipulagsfulltrúi hefur rætt við iðnaðarmenn bæjarins og fór með þeim yfir fyrirhuguð verkefni, til að tryggja að verkefni verði unnin innan þeirra tímamarka sem sett eru.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 09:30
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 09:30

Bæjarstjórn - 283. fundur - 12.03.2024



ÁE og SGG véku af fundi undir þessum lið og í þeirra stað komu Marta Magnúsdóttir (MM) og Davíð Magnússon (DM).

Allir tóku til máls.

Farið yfir teikningar af kjallara íþróttahúss. Að umfjöllun lokinni er lagt til að farið verði í verðkönnun á verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

MM og DM yfirgáfu fundinn og ÁE og SGG tóku á ný sæti sín á fundinum.

Bæjarráð - 618. fundur - 22.03.2024

Lögð fram tilboð sem aflað var í gjaldhlið fyrir salerni í samkomuhúsi.



Farið yfir tilboðin.

Bæjarráð telur mikla þörf á að almenningssalerni séu opin í þéttbýli Grundarfjarðar, með góðu aðgengi og góðum opnunartíma. Þar sem slík aðstaða er ekki rekin í Grundarfirði hefur bærinn undanfarin ár tekið salernisaðstöðu samkomuhússins í slík not.

Á meðan notast er við þá lausn og að fenginni reynslu, telur bæjarráð brýnt að viðhafa gjaldtöku fyrir afnot af salernunum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá kaupum á gjaldhliði í samkomuhúsi í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 620. fundur - 26.04.2024

Farið yfir helstu framkvæmdir sem eru í gangi og undirbúningi.

1. Gangstéttir á Hrannarstíg

Thijs Kreukels fór yfir rýni sína á götum/gangstétt á Hrannarstíg og Sif H. Pálsdóttir yfir hönnun á Hrannarstíg, en gengið var frá hönnun hans á síðasta ári.
Rætt um frágang og ýmis atriði sem snerta aukið umferðaröryggi og stefnu aðalskipulags um að neðri hluti Hrannarstígs verði gönguvæn gata.

Samþykkt að gögn vegna gangstétta frá bílaþvottaplani/leikskólalóð og niður að Hrannarstíg verði útbúin til verðkönnunar (vestanmegin í götunni). Frágangur við Hrannarstíg 3 og 5 verði skoðaður nánar.

Fram fari samtal við húseigendur á svæðinu.

Frágangur við innkomu að lóð Samkaupa verði ræddur við lóðarhafa, en fyrir liggur deiliskipulag sem lóðarhafar unnu fyrir lóð verslunarinnar á sínum tíma.

2. Kjallari íþróttahúss - tillaga

Bæjarstjóri sagði frá breytingum innanhúss í kjallara íþróttahúss, sem miða að því að nýta sem best fjármagn sem ætlað var í tengslum við orkuskipti og nýtingu hluta hússins til þess. Sigurbjartur Loftsson er bænum til ráðgjafar um frágang og fyrirkomulag í rýminu.

3. Kirkjufellsfoss - staða framkvæmda

Bæjarstjóri sagði frá undirbúningsvinnu við frágang og framkvæmdir við Kirkjufellsfoss. Ætlunin er að setja í útboð/verðkönnun stíga og palla austanmegin við fossinn, skv. hönnun Landslags á svæðinu. Framkvæmdir fari aðallega fram í haust. Einnig er í gangi samtal við Sanna landvætti, um frágang á svæðinu.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi - mæting: 08:35
  • Thijs Kreukels samgöngusérfræðingur hjá VSB - mæting: 08:35
  • Sif Hjaltdal Pálsdóttir landslagsarkitekt hjá Landslagi - mæting: 08:35

Öldungaráð - 12. fundur - 08.05.2024

Bæjarstjóri og íþróttafulltrúi kynntu helstu verkefni og framkvæmdir sumarsins, m.a. við að endurbæta gangstéttir.



Íbúðir eldri borgara og dvalarheimilið eru staðsett efst við Hrannarstíg - og verslun og heilsugæslustöð eru neðar á Hrannarstíg.

Öldungaráð leggur áherslu á að Hrannarstígur sé í forgangi, þegar kemur að því að endurbæta gangstéttar og gönguleið fyrir eldra fólk. Einnig sé mikilvægt að moka vel á vetrum á þessari leið.

Rætt var um bekki til að setjast á, þegar fólk fær sér göngutúr.
Samþykkt að fulltrúar ráðsins muni setja niður óskastaði þar sem bæta mætti við bekkjum, fyrir gangandi fólk innanbæjar. Þetta væru staðir þar sem kæmi sér sérstaklega vel að hafa bekki, þannig að fólk sem á erfitt með að ganga langar leiðir geti tyllt sér á bekk í göngutúrum.

Bæjarráð - 621. fundur - 06.06.2024

Farið yfir helstu framkvæmdir, einkum gangstéttar á Hrannarstíg og framkvæmdir í kjallara íþróttahúss.
Lára Lind sagði frá framkvæmdum sem í undirbúningi eru í húsnæði Sögumiðstöðvar. Brýnasta verkefnið eru viðgerðir vegna rakaskemmda í syðsta hluta hússins. Rýmið hefur verið tekið út og hreinsað. Jafnframt rætt um umgengni í húsinu. Lára Lind vék af fundi og var þakkað fyrir komuna.

Sigurður Valur kom inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað. Hann fór yfir stöðu framkvæmda í íþróttahúsi, gluggaskipti í sundlaug og framkvæmdaþörf í Sögumiðstöð. Hann sagði frá áformum um endurbætur í kjallara íþróttahúss og fór yfir teikningar sem fyrir liggja af verkinu. Framkvæmdir fela í sér umbætur sem kominn var tími á, s.s. á brunavörnum, rafmagni, loftræstingu og almennu fyrirkomulagi og viðhaldi í húsinu. Skipulagsfulltrúa var þakkað fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna kostnað við klæðningu sundlaugarbyggingar að vestanverðu og tengigangs milli grunnskóla og íþróttahúss. Jafnframt er honum falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda/viðgerða í Sögumiðstöð í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi (gegnum fjarfund) - mæting: 19:01
  • Lára Lind Jakobsdóttir, forstöðumaður bókasafns og menningarmála - mæting: 17:40

Skipulags- og umhverfisnefnd - 259. fundur - 20.06.2024

Lagðar fram til kynningar hönnunarteikningar vegna gangstétta og tilheyrandi blágrænna svæða við Hrannarstíg neðan Grundargötu og inní götuna Sólvelli, sem og vegna gangstéttar við Nesveg og neðsta hluta Borgarbrautar. Auk þess gögn um frágang ofarlega á Hrannarstíg, þar sem lögð verður hellulögð rönd meðfram malbikaðri gangstétt.



Einnig rætt um framkvæmdir Mílu, en verktaki á vegum fyrirtækisins hefur hafið framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga við lagningu ljósleiðara í þéttbýli Grundarfjarðar.

Farið yfir framlögð gögn og rætt um framkvæmdir, sem eru að hluta til hafnar.

Bæjarráð - 622. fundur - 27.06.2024

Sigurður Valur Ásbjarnarson sat fundinn undir þessum lið.

Sif Hjaltdal Pálsdóttir arkitekt hjá Landslagi kom inná fundinn að hluta undir þessum lið.





Farið yfir og rætt um helstu framkvæmdir sumarsins:

- Hrannarstígur norður - steyptar verða nýjar gangstéttar á neðanverðum Hrannarstíg, ca. frá Kjörbúðinni og niður að Nesvegi, og inní Sólvelli.
- Fram kom að bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með fulltrúa Samkaupa um framkvæmdirnar, sem auk þess eru kynntar fyrir lóðarhöfum á svæðinu.

- Hrannarstígur - steypa/endurbæta á gangstéttina framan við Sögumiðstöðina við Hrannarstíg. Sif Hjaltdal Pálsdóttir hjá Landslagi gerði grein fyrir valkostum um breytingar á lóð, bílastæðum o.fl. á þessum kafla.

- Hrannarstígur efri hluti - ætlunin er að helluleggja rönd við malbikaða gangstétt og afmarka hana þannig frá götu. Mál í vinnslu.

- Nesvegur - í þessari viku er verið að steypa nýja gangstétt neðst á Borgarbraut eftir Nesvegi og upp Hrannarstíg.

- Fagurhólstún og Fagurhóll; Í tengslum við framkvæmdir við lagningu ljósleiðara, hefur Míla fengið leyfi til að brjóta upp gangstéttar öðrum megin í Fagurhólstúni, sem og innst í Fagurhóli og á Fagurhóli á hluta frá Hrannarstíg og upp að hroni við Eyrarveg. Tækifærið verður nýtt og steypt breiðari gangstétt í Fagurhólstúni, en Grundarfjarðarbær greiðir mismun á móti Mílu. Í Fagurhól (kirkjubrekku) verður gangstétt malbikuð þegar færi gefst næst til, í framhaldi af malbikaðri gangstétt á Hrannarstíg.

- Kjallari íþróttahúss - Sigurður Valur fór yfir framvindu í framkvæmdum við endurbætur í kjallara íþróttahúss, í tengslum við orkuskiptin og að öðru leyti. Samið er við verktaka á grundvelli tilboða, um allflesta verkþætti við framkvæmdirnar. Eftirlit er í höndum Sigurðar Vals.

- Leiksvæði og skólalóðir - bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við uppsetningu nýrra leiktækja á lóðum leik- og grunnskóla, og eins er ætlunin að koma upp leiktækjum á Hjaltalínsholti og í Sæbóli.

Bæjarráð - 623. fundur - 04.07.2024

Bæjarstjóri sagði stuttlega frá helstu framkvæmdum.

M.a. kom fram að í undirbúningi er verðkönnun vegna framkvæmda við steypta palla og stiga austanvert við Kirkjufellsfoss, sbr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 260. fundur - 15.08.2024

Farið yfir stöðuna á framkvæmdum á vegum bæjarins, einkum umhverfisframkvæmdum (götur og opin svæði), bæði þeim sem eru yfirstandandi og þeim sem eru framundan.

Meðal annars kynnt framkvæmd Mílu við lagningu ljósleiðara, en í tengslum við það voru heimiluð rif og endurbygging gangstétta á Fagurhól að hluta og í Fagurhólstúni. Einnig framkvæmdir við endurbyggingu gangstétta neðst á Borgarbraut, á Nesvegi og upp Hrannarstíg, endurbygging gangstétta og blágræn beð á neðanverðum Hrannarstíg (frá Kjörbúð og að Nesvegi og inní Sólvelli), framkvæmdir við uppsetningu leiktækja við grunnskóla og leikskóla, framkvæmdir við orkuskipti og tilheyrandi endurbætur á rýmum í kjallara íþróttahúss, sem og framkvæmdir við endurnýjun klæðningar þaks og veggja í Sögumiðstöðinni.

Bæjarráð - 624. fundur - 27.08.2024

Gestir undir þessum dagskrárlið, vegna umræðu um áningarstað við Kirkjufellsfoss, eru Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf.

Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða verðkönnun um framkvæmdir við uppsetningu stiga og palla austanvert við Kirkjufellsfoss. Um er að ræða hluta af framkvæmdum við uppbyggingu áningarstaðarins og fyrir styrkfé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Þráinn kynnti hönnun á svæðinu, sem unnið hefur verið með og landeigendur hafa þegar samþykkt.

Uppi hefur verið álitaefni um hverskonar stál ætti að nota í palla og handrið. Hönnunin gerir ráð fyrir að notað sé svart stál í palla og handrið, enda er það algengast í hönnun á sambærilegum stöðum.

Verkís hefur lagt fram ábendingar um að galvaniserað stál skuli nota í palla og handrið, skv. tæringarflokki 4 sbr. kafla 8.4. í byggingarreglugerð, þar sem svart stál kunni að tærast hraðar vegna nálægðar við seltu frá sjó.

Bæjarstjóri hafði leitað álits hjá HMS.

Við skoðun á þessu atriði hefur líka verið bent á grein 6.11.7. í byggingarreglugerð, um þjónustukjarna, sem segir að slíkar byggingar og mannvirki skuli hanna þannig að þau falli sem best að umhverfi sínu hvað varðar útlit, efnisval, litaval o.fl. nema skipulagsskilmálar kveði á um annað.

Þráinn fór yfir málið og sýndi dæmi um efnisnotkun á öðrum áningarstöðum, s.s. Saxhól, Svalþúfu, við Goðafoss, við hafnarbakkann í Hafnarfirði o.fl.

Einnig rætt um lit á steypu í steyptum pöllum við fossinn og svaraði Þráinn spurningum bæjarráðs um það.

Þráni var þakkað fyrir komuna og góða kynningu og yfirgaf hann fundinn.

Bæjarráð samþykkir að gengið sé út frá hönnunarforsendum Landslags og notað svart stál í grindur og handrið. Einnig óskar bæjarráð eftir því að notuð sé dekking á steypu, þannig að steyptir pallar falli betur að umhverfi sínu.

Sigurður Valur yfirgaf fundinn og var honum þakkað fyrir komuna.

---

Rætt um göngustíg frá þéttbýli vestanverðu og að Kirkjufellsfossi sem þörf er á.

Fyrir liggur greinargerð frá 2020 um valkosti við legu göngustígs á þessari leið og um kostnað. Stígurinn lægi að mestu í gegnum land jarðarinnar Kirkjufells.

Bæjarráð leggur til að vinnu verði haldið áfram við að draga fram möguleika um legu slíks göngustígs. Fyrirhugað er samtal við landeigendur og aðra hagsmunaaðila.

Gestir

  • Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. - mæting: 13:45
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 13:45

Bæjarráð - 625. fundur - 04.10.2024

Farið yfir helstu framkvæmdir.

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

Rætt um framkvæmdir í kjallara íþróttahúss, gatnaframkvæmdir og framkvæmdir í Sögumiðstöðinni. Jafnframt rætt um þörf á hönnun kerfismynda vegna verkefna sem krefjast viðbótarorku, í tengslum við orkuskipti íþrótta- og skólamannvirkja.

ÁE vék af fundi undir umræðu um framkvæmdir í kjallara þróttahúss og tók aftur sæti sitt á fundinum eftir þá umræðu.

Lagt til að unnar verði kerfismyndir fyrir orkufrek framtíðarverkefni, s.s. sundlaugarrennibraut, tengingu rafmagns fyrir tjaldsvæði og rafmagnshleðslustöðvar við íþróttahús, þannig að útfærslur og kostnaður séu þekkt.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 10:48
  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 10:48