Málsnúmer 1910006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

Sigurbjartur Loftsson, byggingafræðingur, sat fundinn undir þessum lið. Hann kynnti úttekt sem hann gerði vegna möguleika á orkuskiptum vegna íþróttahúss, sundlaugar og grunnskóla, sem nú eru kynt með olíu.

Bæjarstjóra falið að sækja um styrk til Orkusjóðs vegna nauðsynlegra rannsókna og undirbúnings.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri - mæting: 17:00
  • Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna - mæting: 17:00
  • Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja - mæting: 17:00
  • Valgeir Magnússon, slökkviliðsstjóri - mæting: 17:00

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Farið yfir erindi frá Eflu, verkfræðistofu, um varmaskiptaverkefnið. Styrkur hefur fengist úr Orkusjóði til að leggja af olíukyndingu í grunnskóla, íþróttahúsi og sundlaug.

Bæjarstjóra falið að semja við Eflu um aðstoð við vinnuna.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 600. fundur - 01.02.2023

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra af fundi sem fulltrúar bæjarins áttu með sérfræðingum hjá Eflu 25. janúar sl., um orkuskipti í skóla- og íþróttamannvirkjum.

Fyrirhugaður er annar fundur með þeim fimmtudagsmorguninn 2. febrúar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 107. fundur - 01.02.2023

Kynning á undirbúningsvinnu sem er í gangi, vegna fyrirhugaðra orkuskipta fyrir íþróttamiðstöð og grunnskóla.

Ólafur íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir og upplýsti um stöðu mála.

Hann sagði frá undirbúningsvinnu vegna orkuskipta í íþrótta- og skólamannvirkjum, sem nú er í gangi. Skipta þarf úr olíukyndingu og nýta varmadælutækni til húshitunar mannvirkja.

Bæjarráð - 601. fundur - 02.03.2023

Óli Þór Jónsson, hjá Eflu og Sigurbjartur Loftsson, hjá W7 slf., sátu fundinn undir þessum lið.

Lögð fram skýrsla Eflu með verðkönnunargögnum vegna gerðar borhola fyrir varmadælur við Sundlaug Grundarfjarðar.
Óli Þór og Sigurbjartur kynntu verðkönnunargögnin.

Óla Þór og Sigurbjarti var þakkað fyrir kynninguna. Unnið verður áfram að framvindu málsins.

Gestir

  • Óli Þór Jónsson - mæting: 08:30
  • Sigurbjartur Loftsson - mæting: 08:30

Bæjarstjórn - 270. fundur - 09.03.2023

Lögð fram verðkönnunargögn Eflu ásamt tilboðum í borun á holum vegna varmaskiptalausna fyrir íþrótta- og skólamannvirki. Þrjú tilboð bárust.
Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 604. fundur - 28.04.2023

Gestir fundarins eru Óli Þór Jónsson, verkfræðingur hjá Eflu, Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri, báðir gegnum fjarfund, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstndafulltrúi Grundarfjarðarbæjar.

Skóla- og íþróttamannvirki bæjarins, þar með talin sundlaug og heitir pottar, eru kynt með olíu. Unnið hefur verið að undirbúningi þess að skipta út olíukatli og setja upp varmadælubúnað, fyrir nýjan orkugjafa mannvirkjanna.

Fyrr á árinu var leitað tilboða í borun á varmadæluholum og var fyrirtækið Borlausnir ehf. með lægsta tilboð. Um miðjan maí nk. er von á fyrirtækinu til að bora holurnar, sem munu liggja sunnan við íþróttahús, á svæðinu neðan (austan) við ærslabelginn. Leitað hefur verið tilboða í varmadælubúnað sem hentar og verður settur upp fyrir mannvirkin. Ætlunin er að framkvæmdir fari fram á þessu ári, að mestu, ef allt gengur eftir með niðurstöður úr borun og fleira.
Sparnaður við framkvæmdina er áætlaður um 20 millj. kr. á ári, skv. fyrirliggjandi forsendum í greinargerð með styrkumsókn sem send var til Orkusjóðs.

Óli Þór og Sigurbjartur fóru yfir stöðu verkefnisins og þær ákvarðanir sem þarf að taka í tengslum við fyrirkomulag á varmadælum.

Farið var yfir fyrirhugaða borun á holum og rætt um varmadælubúnað, sem komið er tilboð í. Rætt um leyfismál, sem eru í farvegi. Fram kom hjá bæjarstjóra að sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi fyrir borun á allt að 12 varmadæluholum, í samræmi við verðkönnunargögn og skýringaruppdrætti, sem liggja fyrir fundinum.

Farið yfir valkosti varðandi staðsetningu og rými fyrir varmadælubúnað í eða við íþróttamannvirki. Rými/húsnæði fyrir varmadælurnar sjálfar þarf að vera 20-30 m2 að stærð. Farið var yfir valkosti og grófar kostnaðarhugmyndir við þá.

Bæjarráð samþykkir að Sigurbjartur teikni upp þá tillögu sem rædd var á fundinum og geri kostnaðaráætlun fyrir þá útfærslu, til skoðunar hjá bæjarráði/bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestum var þakkað fyrir komuna á fundinn og góðar upplýsingar og umræður.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 08:00
  • Sigurbjartur Loftsson, W7, byggingafræðingur og verkefnisstjóri - mæting: 08:00
  • Óli Þór Jónsson, verkfræðingur hjá Eflu, Akureyri - mæting: 08:00

Bæjarráð - 606. fundur - 28.06.2023

Þessi dagskrárliður er tekinn til afgreiðslu í upphafi bæjarráðsfundar.

Sigurbjartur (Baddi) Loftsson, verkefnisstjóri orkuskiptaverkefnisins, situr fundinn í fjarfundi.

Öðrum bæjarfulltrúum en þeim sem sitja í bæjarráði var einnig boðið að sitja fundinn undir þessum lið og taka þátt í samtalinu við Badda.


Lögð eru fram eftirfarandi gögn:
- Minnispunktar bæjarstjóra af vikulegum verkfundum í maí og júní.
- Minnisblað Eflu, Óli Þór Jónsson og Ævar Jónsson (tölvupóstur 22.06.2023) um mat á þörf fyrir fjölda borhola.
- Samantekt Badda, yfirlitsmynd af holum, dagbók (14.06.2023) o.fl.
- Hönnunarteikningar, drög unnin af Badda, að rýminu undir íþróttahúsi.

Farið var yfir stöðuna í framkvæmdum vegna orkuskipta:

Baddi útskýrði staðsetningu á borholum og fór yfir niðurstöðutölur fyrir þær holur sem þegar hafa verið boraðar, alls sex holur. Í dag stendur yfir borun á holu nr. 7.

Í samræmi við ráðgjöf, sbr. minnisblað Eflu um borun á fjölda hola, samþykkir bæjarráð borun á þeim fjölda hola sem verksamningur við Borlausnir ehf. kveður á um, þ.e. 9-10 holur.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að breytingum á rými í kjallara íþróttahúss, sem fram eru lögð. Einnig er til afgreiðslu á þessum fundi, undir lið 2.2., beiðni um undanþágu frá óverulegri breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar sunnan við íþróttahús á rými fyrir litla spennistöð, með fyrirvara um samninga við RARIK.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Jósef Ó. Kjartansson bæjarfulltrúi/forseti bæjarstjórnar, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri - mæting: 09:00

Bæjarráð - 607. fundur - 19.07.2023

Sigurbjartur (Baddi) Loftsson, verkefnisstjóri orkuskiptaverkefnisins, situr fundinn í fjarfundi.

Farið var yfir stöðuna í verkefni um borun á varmadæluholum fyrir íþrótta- og skólamannvirki.

Búið er að bora 10 holur, eins og verksamningur við Borlausnir ehf. gerði ráð fyrir, sbr. útboð verksins.
Í einni holu var borun stöðvuð í rúmum 60 metrum, þar sem nokkurt hrun jarðvegs var í holunni.
Hluti af verkinu var að verktakinn setti niður varmasöfnunarlagnir og -vökva og var það sett í alls 7 holur að þessu sinni. Tvær holur verða nýttar með öðrum hætti. Við fóðringu á einni holu, undir lok verks, festist borinn og hefur tekið þó nokkurn tíma að losa hann. Nýr bor verður notaður til að setja fóðringu holunnar niður, en að því búnu fjarlægir verktakinn bor og búnað af verkstað.

Baddi rifjaði upp hver væri áætluð orkuþörf mannvirkjanna og sagði að væntingar væru um að holurnar myndu skila því magni af orku sem stefnt hefði verið að.

Tekin höfðu verið vatnssýni og þau send í greiningu, að höfðu samráði við Hauk Jóhannesson jarðfræðing. Beðið er eftir niðurstöðum. Í framhaldi af þeim munum við heyra í eða hitta Hauk. Ennfremur verður búnaðarlisti endanlega ákveðinn þegar niðurstöður liggja fyrir úr vatnssýnum, þannig að við búnaðarkaupin sé höfð hliðsjón af efnisgæðum vatnsins.

Sótt hefur verið um nýja rafmagnsheimtaug til RARIK og sagði Baddi frá samskiptum sínum við RARIK. Setja þarf upp litla spennistöð vegna nýju heimtaugarinnar.

Unnið er að því að hanna og teikna upp lagnir og tengingar, frá borholum, inní íþróttahús þar sem tæknirýmið verður og svo áfram inní grunnskóla. Efla sér um þann hluta, í samráði við Badda og Grundarfjarðarbæ.

Í samræmi við það sem rætt hefur verið á verkfundi með Eflu, leggur Baddi til að varmadælurnar verði fimm talsins, en ekki fjórar - til að tryggja öryggi kerfisins. Bæjarráð samþykkir samhljóða.

Að loknum sumarleyfum, um miðjan ágúst, verður farið á fullt í að ljúka undirbúningi skv. framangreindu.

Badda var að lokum þakkað fyrir góðar upplýsingar.

Gestir

  • Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri

Bæjarráð - 609. fundur - 06.09.2023

Lagt fram minnisblað Gísla Guðmundssonar, jarðefnafræðings, dags. 17. ágúst sl. um vatnssýni úr borholum VD-01 og VD-07.

Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri (gegnum síma), og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.

Farið var yfir stöðuna á verkefni um borun á varmadæluholum og orkuskipti fyrir íþrótta- og skólamannvirki.

Bæjarfulltrúar áttu fund með Sigurbjarti, verkefnastjóra, Hauki Jóhannessyni, jarðfræðingi og Gísla Guðmundssyni, jarðefnafræðingi í ágúst sl. Áhugaverðar niðurstöður liggja fyrir eftir rannsóknir á vatninu sem kom upp úr borholunum.

Næstu skref í varmadæluverkefninu eru að koma lögnunum frá borholum inn í hús fyrir veturinn, samningsgerð við Rarik um hýsingu fyrir nýja spennistöð tengt verkefninu, undirbúningur fyrir breytingar innanhúss í íþróttahúsi, búnaðarkaup o.fl.

Bæjarstjóri sagði frá að beðið sé eftir niðurstöðum úr tveimur sjóðum vegna styrkumsókna bæjarins í verkefnið.

Gestir

  • Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri - mæting: 09:47
  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 09:47

Bæjarstjórn - 274. fundur - 14.09.2023

Bæjarstjóri kynnti styrkveitingu úr Orkusjóði að fjárhæð 16,4 millj. kr. til orkuskiptaverkefnisins, en úthlutun fór fram þann 7. september sl. Áður hafði Grundarfjarðarbær fengið 10 og 7 milljónir í styrki til verkefnisins, auk þess andvirði einnar varmadæluholu.



Lagðir fram fundarpunktar bæjarstjóra af verkfundi 8. september sl. og ný tímaáætlun framkvæmda.



Í fundarpunktunum felast tvær tillögur til bæjarstjórnar.



Annars vegar tillaga um að fram fari prufudælingar vatns í holum VD-01 og VD-07 og hins vegar tillaga um að óskað verði eftir því við dr. Hauk Jóhannesson jarðfræðing, að hann setji saman minnisblað um stöðu borunar, í ljósi niðurstaðna sem nú liggja fyrir eftir borun og eftir efnagreiningu vatns úr holunum. Er þetta gert með frekari nýtingu jarðhita til orkuöflunar í framtíðinni í huga.

Bæjarstjórn fagnar styrkveitingu til verkefnisins.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að láta fara fram prufudælingu úr tveimur borholum, á næstu vikum, til að staðreyna vatnsmagn og hegðun vatns í holunum, sbr. tillögu af verkfundi 8. september sl. og umræður á fundi með Hauki Jóhannessyni jarðfræðingi þann 24. ágúst sl. Í því felst að keypt verði dæla og viðeigandi lagnir lagðar að henni.

Einnig samþykkir bæjarstjórn samhljóða að óska eftir því við Hauk, að hann taki saman minnisblað fyrir bæjarstjórn, um stöðu og tækifæri til frekari borunar og nýtingar jarðhita sem orkugjafa, í ljósi þeirra niðurstaðna sem liggja fyrir eftir borun sumarsins og efnagreiningu borholuvatns, sbr. minnisblað Gísla Guðmundssonar jarðefnafræðings dags. 17. ágúst 2023.

Bæjarstjórn - 275. fundur - 12.10.2023

Lagðir fram til kynningar fundarpunktar af verkfundum vegna orkuskipta dags. 3. okt., 10. okt. og 12. okt. sl.



Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hefur skilað bæjarstjórn minnisblaði, dags. 10. október 2023, sem lagt er fram til kynningar með tilheyrandi gögnum. Í minnisblaðinu er tekið saman stutt yfirlit um jarðhitaleit sem fram hefur farið í Grundarfirði, að viðbættum niðurstöðum borunar á 10 varmasöfnunarholum sl. sumar. Einnig leggur jarðfræðingurinn fram tillögur um hver næstu skref ættu að vera í jarðhitaleit.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að taka minnisblað jarðfræðingsins til efnislegrar umfjöllunar og mögulega að fá hann inná fundinn til frekara samtals, eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 613. fundur - 26.10.2023

Lögð fram gögn og tillaga frá Sigurbjarti Loftssyni verkefnisstjóra um breytta staðsetningu nýs spennistöðvarhúss á vegum RARIK.



Einnig lagðar fram teikningar sem sýna legu tímabundinna vatnslagna sem taka eiga við affallsvatni úr álagsdælingu úr holu nr. 7.



Bæjarráð samþykkir breytta legu væntanlegs spennistöðvarhúss, sbr. framlagða teikningu Sigurbjarts Loftssonar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Lagðir fram til kynningar fundarpunktar bæjarstjóra af verkfundum 17., 24. og 31. október, 17. og 18. nóvember sl.

Bæjarstjóri sagði frá því að vinna sé að hefjast við að tengja borholurnar inn í íþróttahús. Hún sagði frá því að Baddi verkefnisstjóri sé í samskiptum við RARIK sem mun sjá um að hús yfir nýja spennistöð verði sett upp neðan við bílastæðin suðaustan við íþróttahús. Ætlunin er að húsið verði tilbúið í febrúar nk.

Bæjarstjórn - 279. fundur - 11.01.2024

Lögð fram til kynningar samantekt á olíukostnaði vegna húshitunar grunnskóla og íþróttamannvirkja 2016-2023. Árið 2016 var olíunotkun 92.544 lítrar og kostnaður á verðlagi þess árs 8,7 millj. kr. Árið 2023 var notkunin 128.941 lítrar og kostnaður 28,3 millj. kr.

Bæjarstjóri sagði frá gangi verkframkvæmda. Framkvæmdir halda áfram á morgun á útisvæðinu, þar sem til stendur að setja niður lagnakistu og halda áfram að tengja inn í hana. Í undirbúningi er að gera rennslismælingar með dælu í vatnsmestu holunni. Baddi verkefnisstjóri hefur verið í sambandi við RARIK um þeirra vinnu við að leggja nýjan spenni vegna framkvæmdanna.

Bæjarráð - 616. fundur - 24.01.2024

Sigurbjartur Loftsson, verkefnastjóri, kom inn á fundinn gegnum Teams. Hann fór yfir stöðu orkuskiptaverkefnisins. Hann sagði frá framvindu verkþátta sem einkum felast í að leggja lagnir frá borholum og inn í íþróttahús. RARIK mun koma upp húsi yfir nýjan spenni, en lagður verður háspennustrengur vegna verksins. Sigurbjartur vinnur að frágangi teikninga vegna breytinga á rými í kjallara íþróttahúss. Rætt um verktíma verkefnisins.

Sigurbjarti var þakkað fyrir góðar upplýsingar.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 09:47
  • Sigurbjartur Loftsson, verkefnastjóri - mæting: 09:30

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lagðir fram fundarpunktar frá verkfundi um orkuskiptaverkefnið 1. febrúar sl.

Bæjarstjórn - 284. fundur - 11.04.2024

Lagðar fram til kynningar fundargerðir verkfunda vegna orkuskiptaverkefnisins.

Bæjarráð - 624. fundur - 27.08.2024

Lagðar fram til kynningar fréttir, annars vegar á vef stjórnarráðsins og hins vegar á vef bæjarins um 40 millj. kr. styrk úr Orkusjóði vegna orkuskiptaverkefnisins.

Bæjarráð fagnar tilkynningu um úthlutun styrks úr Orkusjóði til orkuskipta á vegum bæjarins.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 111. fundur - 05.09.2024

Bæjarstjóri var gestur fundarins undir þessum lið.



Sagt frá stöðu í því stóra verkefni sem "orkuskiptin" eru - en stefnt er að því að hætta að kynda skóla og íþróttamannvirki með olíu og fara yfir í varmadæluorku síðar í haust.



Orkuskiptin eru stórt verkefni sem unnið hefur verið að síðan 2022 og undirbúning má rekja lengra aftur í tímann.

Björg sagði frá þeim framkvæmdum sem í gangi eru við uppsetningu á varmadælum og við orkuskiptin almennt.

Orkuskiptin eru m.a. forsenda fyrir lengri opnunartíma sundlaugar yfir árið og fyrir því að hægt sé að setja upp rennibraut við sundlaugina. Björg og Ólafur sögðu frá því að skoðun og undirbúningur að því máli sé í gangi. Orkuþörf fyrir rennibraut hafi verið yfirfarin á síðasta ári, samhliða undirbúningi að borun á varmadæluholum að undirbúningi þeirra framkvæmda sem nú standa yfir við varmadælutengingar.
Nú sé verið að rýna legu lagna og annars búnaðar við sundlaug og teikna upp búnað og tengingar sem þurfi til viðbótar vegna áforma um uppsetningu rennibrautar.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri

Bæjarstjórn - 289. fundur - 12.09.2024

Bæjarstjóri sagði frá framvindu orkuskipta skóla- og íþróttamannvirkja.

Bæjarstjóri sagði frá styrkveitingu úr Orkusjóði, sbr. frétt á vef bæjarins 16. ágúst sl. og umræðu í bæjarráði í lok ágúst.

Bæjarstjórn fagnar styrkveitingunni.