Gestir fundarins eru Óli Þór Jónsson, verkfræðingur hjá Eflu, Sigurbjartur Loftsson, verkefnisstjóri, báðir gegnum fjarfund, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstndafulltrúi Grundarfjarðarbæjar.
Skóla- og íþróttamannvirki bæjarins, þar með talin sundlaug og heitir pottar, eru kynt með olíu. Unnið hefur verið að undirbúningi þess að skipta út olíukatli og setja upp varmadælubúnað, fyrir nýjan orkugjafa mannvirkjanna.
Fyrr á árinu var leitað tilboða í borun á varmadæluholum og var fyrirtækið Borlausnir ehf. með lægsta tilboð. Um miðjan maí nk. er von á fyrirtækinu til að bora holurnar, sem munu liggja sunnan við íþróttahús, á svæðinu neðan (austan) við ærslabelginn. Leitað hefur verið tilboða í varmadælubúnað sem hentar og verður settur upp fyrir mannvirkin. Ætlunin er að framkvæmdir fari fram á þessu ári, að mestu, ef allt gengur eftir með niðurstöður úr borun og fleira.
Gestir
- Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 08:00
- Sigurbjartur Loftsson, W7, byggingafræðingur og verkefnisstjóri - mæting: 08:00
- Óli Þór Jónsson, verkfræðingur hjá Eflu, Akureyri - mæting: 08:00
Bæjarstjóra falið að sækja um styrk til Orkusjóðs vegna nauðsynlegra rannsókna og undirbúnings.
Samþykkt samhljóða.