Málsnúmer 2408005F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 624. fundur - 27.08.2024

Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 43. fundar menningarnefndar.
  • Ýmis verkefni nefndarinnar til umræðu. Menningarnefnd - 43 Sögumiðstöð, Farið yfir byggingaráætlun og fyrirhugaðar framkvæmdir og notkun húss á meðan, í sumar.

    Þjónusta á götukorti - farið yfir hvað vantar.

    Rætt um heimamarkað / local market, en ekki náðist næg þátttaka til að halda markað þegar stærstu skemmtiferðaskipin eru í höfn yfir sumartímann. Þess í stað kom hugmynd um að halda markað á laugardeginum 27.júlí á Góðri Stundu í staðinn og prófa. Verkefnið fer vel af stað.

    Rætt um menningarviðburði sem gætu verið yfir sumarið.

    Farið yfir hugmyndir fyrir menningar-Instagrammið. Nýr miðill til að auglýsa viðburði í Grundarfirði.

    Rætt um torg í biðstöðu - miðbæjarreit, fjármagn til endurbóta.
    Samhljóða álit menningarnefndar er að gott sé að byrja á því að þökuleggja norðanverðan hluta af reitnum. Víkingasvæðið hefur verið tekið niður.