40. fundur 25. mars 2024 kl. 17:00 - 19:00 í Sögumiðstöðinni
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Guðmundur Pálsson (GP)
Starfsmenn
  • Lára Lind Jakobsdóttir (LLJ) forstöðumaður bókasafns- og menningarmála
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Gengið var til dagskrár.

1.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Fundur haldinn í Sögumiðstöðinni og húsið og aðstaðan þar skoðuð.







Farið yfir öll rými Sögumiðstöðvarinnar og metin staða fyrir áframhaldandi starfsemi í húsinu, rætt um framkvæmdir og framkvæmdaþörf.


2.Verkefni menningarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Farið var yfir ýmis verkefni og rætt almennt um verksvið nefndarinnar, nýs starfsmanns og um menningarmál almennt, einnig um styrkjamöguleika og fleira.

Rætt um komandi verkefni á miðbæjarreit bæjarins og mögulega aðkomu menningarnefndar að því. Nefndin hefur áhuga á að fá fleiri listaverk á þennan reit, þó hann sé hugsaður til bráðabirgða fyrir þau not sem hann hefur í dag.

Fundargerð rituð síðar og samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.