41. fundur 15. apríl 2024 kl. 17:00 - 19:15 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Marta Magnúsdóttir (MM) formaður
  • Rakel Birgisdóttir (RB)
  • Hjalti Allan Sverrisson (HAS)
Starfsmenn
  • Lára Lind Jakobsdóttir (LLJ) forstöðumaður bókasafns- og menningarmála
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Lára Lind Jakobsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála
Dagskrá
Formaður setti fund.

Hjalti Allan Sverrisson, nýr fulltrúi í menningarnefnd, er boðinn velkominn á sinn fyrsta nefndarfund.
Guðmundi Pálssyni, fráfarandi fulltrúa í nefndinni, er þakkað fyrir gott samstarf.

Fundurinn er haldinn sem vinnufundur, þar sem nefndin skoðar aðstæður í samkomuhúsi og ræðir málefni þess.

1.Verkefni menningarnefndar 2022-2026

Málsnúmer 2207019Vakta málsnúmer

Rætt um samkomuhúsið, aðstöðu þar og nýtingu hússins.



Bæjarstjóri sagði frá helstu framkvæmdum og viðhaldsverkefnum, sem unnin hafa verið í samkomuhúsinu og fyrirhuguð eru.

Rætt um nýtingu samkomuhúss.
Rætt um möguleika á að hafa handverksmarkað í Samkomuhúsinu á komandi vori/sumri.
Hugmyndir um sameiginlegan markað heimamanna í handverki, mat o.fl. Markaður gæti verið gott tækifæri til að þjónusta mestu toppana á skemmtiferðaskipadögum, eins og bent hefur verið á í niðurstöðum úr skemmtiferðaskipavinnu hafnar og bæjar með hagsmunaaðilum. Nefndin leggur þó áherslu á að slíkir markaðsdagar eigi ekki að verða til þess að skekkja markaðsstöðu fyrirtækjanna í bænum - og þeim verði boðið að verkefninu.

Nefndin felur Láru Lind að kanna áhuga heimamanna á slíkum markaðsdögum.

2.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Sýningarveggur í Sögumiðstöð og tillaga um viðbót við gjaldskrá hússins.

Rætt um nýtingu á Bæringsstofu og Sögumiðstöð yfir sumarið.

Með hliðsjón af mögulegum framkvæmdum og nýtingu hússins að öðru leyti, og því að ætlunin er að útvista upplýsingamiðstöð, vill nefndin að starfsemi í húsinu sé fyrst og fremst menningarstarfsemi. Æskilegt sé að leita til einstaklinga og hópa um menningarviðburði sem fram færu í húsinu.

Samþykkt að auglýsa eftir viðburðum til að gera menningardagskrá fyrir haustið, sem og að auglýsa eftir viðburðum á 17. júní.

Menningarnefnd leggur til að sýningarveggur verði opinn og aðgengilegur fyrir sýningar í Sögumiðstöð. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að bætt verði við gjaldskrá hússins lið, sem felist í leigu fyrir að halda sýningu á veggnum og verði til að byrja með 10.000 kr.

Forstöðumanni falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum og hugmyndum, í samræmi við framangreindar umræður.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:15.