Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer
Til umræðu var vinna við endurskoðun deiliskipulags iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár og tilheyrandi breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, m.s.br.
Halldóra Hreggviðsdóttir og Þóra Kjarval skipulagsráðgjafar hjá Alta voru gestir fundarins gegnum fjarfund undir þessum lið.
Endurskoðun deiliskipulags:
Vinnslutillaga deiliskipulags fyrir svæðið var auglýst þann 10. júní til 1. júlí 2024, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús var haldið þann 20. júní sl. vegna tillögunnar.
Fyrir fundinn voru lagðar fram til umræðu þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynnta tillögu, en þær eru frá eftirtöldum aðilum:
Umsagnir: Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Landsnet, Slökkvilið Grundarfjarðar, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Minjastofnun.
Athugasemdir: Land lögmenn f.h. eigenda Innri Grafar og Grafar 3.
Aðalskipulagsbreyting:
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi var kynnt á vinnslustigi frá 28. febrúar til 20. mars 2024, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust sem voru hafðar til hliðsjónar við gerð endanlegrar tillögu um breytingu aðalskipulags vegna iðnaðarsvæðisins, sem afgreidd var á 258. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 22. maí sl.
Skipulagsstofnun hefur nú lokið yfirferð á lokatillögu að breytingu á aðalskipulagi, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. bréf dags. 11. júlí 2024, sem liggur fyrir fundinum, og fer tillagan nú í auglýsingu.
Nánar um báðar tilllögurnar vísast til kynningargagna.
Gestir
- Þóra Kjarval, Alta - mæting: 16:30
- Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 16:30