Málsnúmer 2407013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 624. fundur - 27.08.2024

Lagt fram bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH), dags. 25. júní sl., ásamt greinargerð, varðandi rafmagn á svæði Skotfélags Snæfellsness í Kolgrafarfirði.

Rætt um málið.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og samtölum við RARIK og við Skotfélagið um rafmagn á svæðið á undanförnum árum.

Bæjarráð hefur skilning á aðkallandi þörf fyrir rafmagn í takt við kraftmikla uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er þó að lagning rafstrengs á svæðið er kostnaðarsöm.

Bæjarráð er að sjálfsögðu tilbúið til samtals við HSH um málið.

Bæjarráð óskar eftir uppfærðri kostnaðaráætlun fyrir lagningu rafstrengs á svæðið. Bæjarstjóri hefur verið í samband við stjórn félagsins um málið og er falið að halda því samtali áfram.

Samþykkt samhljóða.