"Instagram rammi"
Listamennirnir Helen og Mykola smíðuðu "ramma" þegar þau voru starfsmenn hjá Grundarfjarðarbæ. Ramminn er ætlaður til uppsetningar úti við, á hentugum stað þannig að fólk geti stillt sér upp í "rammann" og tekið mynd af sér, með fallegt sjónarhorn og landslag í bakgrunn.
Rætt var um mögulega staðsetningu fyrir listaverkarammann.
Miðbæjarreitur, við Grundargötu/Hrannarstíg
Ætlunin er að bæta aðstöðu fyrir gesti á reitnum og gera svæðið aðeins hlýlegra.
Skoðaðar hugmyndir með fleiri bekki, listaverkasteina eftir Liston, o.fl.
Ætlunin er að beina bílaumferð af svæðinu, enda ekki heppilegt að bílar séu innan um gangandi fólk og gesti sem sitja og gæða sér á mat á svæðinu. Bílastæði eru næg í kring.
Söguskilti
Farið yfir verkefni sem búið var að undirbúa, um þrjú söguskilti í miðbæ (bærinn - þorpið - kaupstaðurinn). Rætt um verkefnið. Nefndin vill ljúka uppsetningu skiltanna, þó með breytingum.
Samkomuhúsið
Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í samkomuhúsinu, uppsetningu gjaldhliðs o.fl.
Handverkssala í Sögumiðstöð
Beiðni frá Gallerí Grúsk um að fá aðstöðu í Sögumiðstöðinni til að selja handverk. Af ástæðum sem tengjast húsinu sjálfu og fyrirhuguðum viðgerðum/framkvæmdum, og út frá nýtingu hússins telur menningarnefnd ekki heppilegt að leggja rými Sögumiðstöðvar undir handverkssölu í allt sumar. Gallerí Grúsk og fleirum býðst hinsvegar að nýta rými í samkomuhúsinu í sumar.
Vinabæjarsamskipti
Rætt um undirbúning fyrir heimsókn til Paimpol í október nk.
athöfn í Sögumiðstöðinni 19. júní þar sem ætlunin er að heiðra Marie Madeleine Geoffrey, sem var fyrsti formaður Grundapol-samtakanna í Paimpol og öflugur samstarfsmaður í vinabæjarsamskiptunum.