Rætt um samkomuhúsið, aðstöðu þar og nýtingu hússins.
Menningarnefnd - 41Bæjarstjóri sagði frá helstu framkvæmdum og viðhaldsverkefnum, sem unnin hafa verið í samkomuhúsinu og fyrirhuguð eru.
Rætt um nýtingu samkomuhúss. Rætt um möguleika á að hafa handverksmarkað í Samkomuhúsinu á komandi vori/sumri. Hugmyndir um sameiginlegan markað heimamanna í handverki, mat o.fl. Markaður gæti verið gott tækifæri til að þjónusta mestu toppana á skemmtiferðaskipadögum, eins og bent hefur verið á í niðurstöðum úr skemmtiferðaskipavinnu hafnar og bæjar með hagsmunaaðilum. Nefndin leggur þó áherslu á að slíkir markaðsdagar eigi ekki að verða til þess að skekkja markaðsstöðu fyrirtækjanna í bænum - og þeim verði boðið að verkefninu.
Nefndin felur Láru Lind að kanna áhuga heimamanna á slíkum markaðsdögum.
Sýningarveggur í Sögumiðstöð og tillaga um viðbót við gjaldskrá hússins.
Menningarnefnd - 41Rætt um nýtingu á Bæringsstofu og Sögumiðstöð yfir sumarið.
Með hliðsjón af mögulegum framkvæmdum og nýtingu hússins að öðru leyti, og því að ætlunin er að útvista upplýsingamiðstöð, vill nefndin að starfsemi í húsinu sé fyrst og fremst menningarstarfsemi. Æskilegt sé að leita til einstaklinga og hópa um menningarviðburði sem fram færu í húsinu.
Samþykkt að auglýsa eftir viðburðum til að gera menningardagskrá fyrir haustið, sem og að auglýsa eftir viðburðum á 17. júní.
Menningarnefnd leggur til að sýningarveggur verði opinn og aðgengilegur fyrir sýningar í Sögumiðstöð. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að bætt verði við gjaldskrá hússins lið, sem felist í leigu fyrir að halda sýningu á veggnum og verði til að byrja með 10.000 kr.
Forstöðumanni falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum og hugmyndum, í samræmi við framangreindar umræður.