261. fundur 29. október 2024 kl. 15:30 - 19:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulagsfulltrúi
  • Guðmundur Rúnar Svansson (GRS) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Iðnaðarsvæði - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Frestur til athugasemda við tillögu um breytingu aðalskipulags á iðnaðarsvæði vestan Kvernár rann út 24. október sl, en tillagan var birt í Skipulagsgátt 6. september sl. og auglýst 12. september sl.



Þóra Kjarval skipulagsráðgjafi hjá Alta var gestur fundarins undir þessum lið.

Farið var yfir þær athugasemdir sem bárust, sbr. framlagt fylgiskjal, og yfir tillögur að svörum við athugasemdunum.



Tillaga að breytingu á aðalskipulagi var kynnt á vinnslustigi skv. 30. gr. skipulagslaga er frá 28.2.2024 til og með 20.3.2024. Umsagnir bárust á kynningartíma sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð endanlegrar tillögu. Einnig bárust athugasemdir við vinnslustillögu frá íbúum Grafar 3 og Innri Grafar.

Brugðist var við ábendingunum og tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi var breytt á eftirfarandi hátt:

1. Aðalskipulagsbreyting
a.Gert er ráð fyrir mön innan iðnaðarsvæðisins, milli íbúðabyggðar og nýrra lóða við Innratún 1, 3 og 5.
b. Skilmálum um mön bætt við í skilmála í aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæði (I-1)
c. Mön verður útfærð í samráði við íbúa á nærliggjandi lóðum.

2. Tillaga að deiliskipulagi
a.Lóðamörk lóða við Innratún 1 og 3 færð 10 metra til austurs, fjær íbúðabyggð.
b. Byggingarreitir á lóðum við Innratún 1, 3 og 5 minnkaðir og færðir fjær lóðamörkum til vesturs (fjær íbúðabyggð).
c. Hámarkshæð bygginga við Innratún 1 og 3 lækkuð úr 7,5 m í 7,0 m.
d. Bindandi byggingarlína á lóðum við Innratún 1 og 3 færð á suðaustur horn byggingarreits sem tryggir að byggingar verði fjær íbúðarbyggð.

Bókun:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 með vísan í 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin samþykkir einnig tillögu að svörum, sem fyrir fundinum lágu og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem athugasemdir gerðu.

Að fenginni jákvæðri afgreiðslu bæjarstjórnar á þessari tillögu, er skipulagsfulltrúa falið að gera þær breytingar sem gerð er grein fyrir hér að framan og senda aðalskipulagsbreytingu til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Til umræðu er lokatillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem unnin er í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Ölkeldudals.



Þóra Kjarval skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið. Farið er yfir lítilsháttar breytingar sem orðið hafa frá síðasta fundi.

Farið var yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar, í samræmi við umræðu á síðasta fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna eins og hún nú liggur fyrir og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag Framnes

Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer

Rætt um vinnu við gerð deiliskipulags á Framnesi.



Bæjarstjóri sagði frá vinnu við rýni lóðarleigusamninga og réttinda á Framnesi, o.fl.

4.Sólbakki lóð B fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2409027Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá eigendum Sólbakka um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar B.



Í gildandi deiliskipulagi er á lóð B gert ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 50 m2 smáhýsi og hesthúsi, á þremur byggingarreitum.



Eftir breytingu yrðu á lóð B íbúðarhús og tvö 30 m2 smáhýsi/útleiguhús.

Fyrirspurn lýtur einnig að því að breyta þremur byggingarreitum í einn sameiginlegan.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem hún rúmast innan almennra ákvæða aðalskipulags um byggingar á jörðum í dreifbýli, og að samkvæmt henni er dregið úr byggingarmagni á lóðinni.

Því muni að líkindum fara um þessa breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þegar nýr skipulagsuppdráttur hefur borist, með framangreindri breytingu, fari því fram grenndarkynning í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.

5.Grund 2 stækkun lóðar úr landi Grundar

Málsnúmer 2409026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Páli Guðlaugi Harðarsyni fyrir hönd landeigenda Grundar 2, um að 38.454 m2 lands færist úr landi Grundar, landnúmer L136606, yfir á lóðina Grund 2, landnúmer L196084.



Óskað er eftir að bæjarstjórn samþykki breytinguna í samræmi við 1.mgr. 48. gr. skipulagslaga 123/2010.



Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, sem er skilgreint í aðalskipulagi sem landbúnaðarland.



Engar fasteignir færast á annað landnúmer með breytingunni. Ekki er stundaður landbúnaður á upprunajörðinni Grund og nú þegar er stunduð ferðaþjónusta á Grund 2.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem umsókninni fylgir.

Landið er skilgreint sem landbúnaðarland, en deiliskipulag er í vinnslu fyrir svæðið á vegum eiganda Grundar 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Árbrekka stækkun lóðar úr landi Hamra

Málsnúmer 2410015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hrönn Harðardóttur fyrir hönd landeigenda um uppskiptingu lands þannig að stofnuð verði lóðin Árbrekka B úr landi Hamra, landnúmer L136613.



Lóðin er 36181,5 m2 og minnkar land Hamra sem því nemur. Lóðirnar Árbrekka og Árbrekka B yrðu svo sameinaðar í eina lóð á núverandi landnúmeri Árbrekku L220580.



Óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar fyrir uppskiptingunni skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.



Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið sem samkvæmt aðalskipulagi er landbúnaðarland, en á lóðinni Árbrekku eru nú íbúðarhús og lítið frístundahús sem samrýmast gildandi aðalskipulagi.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem fylgir umsókninni og leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

7.Stofnun götu norðan Grundargötu 12-28

Málsnúmer 2410010Vakta málsnúmer

Nafnlaus botnlangi liggur frá Borgarbraut, til suðausturs, norðan við hús sem standa við Grundargötu 12-28. Engin hús eru kennd við götuna.



Talið er að það geti einfaldað aðkomu fyrir íbúa og fleiri, að gatan fái sjálfstætt heiti og verði þannig merkt á kortum, en fyrirspurn hefur borist frá hluta eigenda um það.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að botnlangi/gata norðan Grundargötu 12-28 fái sjálfstætt heiti, til aðgreiningar og hægðarauka við merkingar.

Nefndin leggur til að auglýst verði á vefsíðu og samfélagsmiðlum Grundarfjarðarbæjar eftir tillögum að heiti á þessa götu og að nefndin taki það svo til umfjöllunar og ákvörðunar.

8.Grundargata 4 lóðarblað

Málsnúmer 2410011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 4, landnúmer L136722. Samkvæmt uppmælingu stækkar lóðin úr 587 m2 í 608,5 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því að bæjarstjórn samþykki lóðarblaðið og felur skipulagsfulltrúa að kynna eigendum fasteigna á lóðinni mælinguna áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.

9.Grundargata 6 lóðarblað

Málsnúmer 2410012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 6, landnúmer L136724. Skv. mælingu minnkar skráð stærð lóðar um 11,7 m2, úr 641 m2 í 629,3 m2.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá lóðarleigusamningi og skráningu.

10.Grundargata 8 lóðarblað

Málsnúmer 2410013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu nýtt lóðarblað fyrir Grundargötu 8, landnúmer L136726. Skv. mælingu eykst skráð stærð lóðar um 48,7 m2, úr 756 m2 í 804,7 m2.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.

11.Grundargata 10 lóðarblað

Málsnúmer 2410014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu nýtt lóðarblað fyrir Grundargötu 10, landnúmer L136728. Samkvæmt mælingu minnkar skráð stærð lóðar um 15,4 m2, úr 798 m2 í 782,6 m2.



Fram kemur undir þessum lið að skráð stærð fyrir upprunalandið Grafarland L190037 minnkar um 37,3 m2 vegna nýrra lóðarblaða á Grundargötu 4, 6, 8 og 10.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.

12.Grundargata 20 lóðarblað

Málsnúmer 2410016Vakta málsnúmer

Signý Gunnarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.



Lagt fram til kynningar og umræðu lóðarblað fyrir Grundargötu 20, landnúmer L136739. Skv. mælingu stækkar lóðin um 16,3 m2, úr 752 m2 í 768,3 m2, og upprunalandið Grafarland L190037 minnkar um 16,3 m2.



Mældar voru upp lóðirnar við Grundargötu 4-10 og 16-28. Áður var búið að mæla upp lóðirnar 12-14 vegna byggingarframkvæmda á þeim.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að mæla með því við bæjarstjórn að lóðarblaðið verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að kynna mælinguna fyrir eigendum fasteigna á lóðinni áður en gengið er frá nýjum lóðarleigusamningi og skráningu.

13.Iðnaðarlóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2405004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing, þar sem fram kemur að lóðirnar Hjallatún 1 og 3 á iðnaðarsvæði séu lausar til umsóknar.



Samkvæmt auglýsingunni er frestur til að sækja um lóðirnar til og með 11. nóvember nk.

14.Stöðuleyfi

Málsnúmer 1902034Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um stöðuleyfi í Grundarfirði.

Kynnt hugmynd um nýja staðsetningu fyrir geymslusvæði bæjarins, en núverandi geymslusvæði er að Hjallatúni 1 og sú lóð hefur verið auglýst laus til umsóknar. Einkum rætt um staðsetningu og útleigu á plássi fyrir gáma og aðra muni sem gætu þurft stöðuelyfi.

15.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Niðurstaða sýnatöku við útrásir í sjó við Grundarfjörð

Málsnúmer 2405022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar hjá umhverfisnefnd eftirlitsskýrsla og niðurstaða HVE úr sýnatöku í sjó.



Tvær athugasemdir voru gerðar:



1. Um að unnið verði áhrifamat fyrir fráveituna í umhverfi sínu. Sjá tölvupóstsamskipti um það.



2. Um að sótt verði um starfsleyfi fyrir fráveitu bæjarins.

Grundarfjarðarbær hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi til HeV vegna fráveitu.



Bæjarstjóri fór yfir gögnin og samskipti við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins.

16.HMS - Stafræn byggingarleyfi - einn staður fyrir byggingarleyfi

Málsnúmer 2410003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn frá HMS um stafræn byggingarleyfi.



17.Skotgrund - umsókn um vatnsból

Málsnúmer 2206019Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu endurnýjun framkvæmdaleyfis vegna vatnsbóls.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 28. júní 2022 að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.



Skotgrund fyrirhugar að hefja framkvæmdir nú á næstu vikum. Ekki hafa orðið neinar breytingar frá fyrri áætlunum.



Skv. 2. mgr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fellur framkvæmdaleyfi úr gildi ef framkvæmdir hefjast ekki innan 12 mánaða og er því málið lagt fyrir að nýju.



Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga.

Lagt er til við bæjarstjórn að gjöld vegna endurnýjaðrar umsóknar falli niður.

18.Grundargata 84 - Bygging á bílskúr

Málsnúmer 2409015Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá lóðarhafa Grundargötu 84 um hvort samþykkt yrði að byggja "óhefðbundinn bílskúr", sunnan við íbúðarhús hans, sbr. framlögð gögn.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki á þessum tímapunkti athugasemd við gerð og útlit hússins skv. skissu, en telur að staðsetning svo nærri Grundargötu samrýmist ekki gr. 6.2.1. í byggingarreglugerð 112/2012, en þar segir: "Bygging á lóðarmörkum að gangstétt, við gatnamót eða að almennum gangstíg má aldrei hindra útsýni yfir götu eða gangstíg þar sem gera má ráð fyrir akandi umferð." Ennfremur eru engar byggingar svo nærri Grundargötu á öllum vestari hluta hennar.

Yrði sótt um byggingarleyfi á þessari staðsetningu og framkvæmdin sett í grenndarkynningu má búast við að grenndarkynna þyrfti Vegagerðinni og þó nokkrum fjölda eigenda íbúða á Grundargötu vestan Fjölbrautaskólans.

19.Grunnskóli stöðuleyfi fyrir bambahús

Málsnúmer 2410023Vakta málsnúmer

Grunnskóli Grundarfjarðar sækir um stöðuleyfi fyrir gróðurhús sem notað verður við kennslu.



Um er að ræða svokallað Bambahús sem er laust á yfirborði og haldið niðri með vatnstönkum. Hlaðnir hafa verið skjólveggir með hluta hússins og bætt við aukatanki af vatni þannig að alls 2.600 lítrar vatns halda húsinu niðri. Þá eru fyrirhugaðar frekari festingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í samræmi við framlagða umsókn til 13. september 2025 og felur skipulagsfulltrúa að gefa það út í samræmi við gildandi reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

20.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2201020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá ráðstefnu sem hún sótti í Malmö í Svíþjóð, á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, um verkefni sem snýst um "Nature Based Solutions".

Var Grundarfjarðarbæ boðið að vera með erindi um blágrænar ofanvatnslausnir og var það eina erindið frá Íslandi.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:15.