Málsnúmer 2405022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 622. fundur - 27.06.2024

Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um eftirlit sem fram fór 14. maí 2024 vegna fráveitu bæjarins. Einnig punktar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins í tölvupósti dags. 29. maí sl.



Auk eftirlitsskýrslu og tölvupósts framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, er lagt fram Excel-skjal með niðurstöðum sýnatöku í sjó við útrásir í þéttbýli Grundarfjarðar sem fram fór þann 14. maí sl.

Í tölvupósti framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands kemur fram boð um að fara yfir þessar niðurstöður á fundi með fulltrúum bæjarins, að loknum sumarleyfum. Bæjarráð tekur undir það og óskar eftir að slíkur fundur fari fram.

Í athugasemd er lagt fyrir Grundarfjarðarbæ að gera tillögu að áhrifamati og senda til heilbrigðiseftirlitsins vegna mögulegra áhrifa sem fráveitan kanna að hafa á umhverfi sitt, aðallega í sjó.
Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði óskað eftir leiðbeiningum eða fordæmum um gerð slíks áhrifamats.

Bæjarstjóri kynnti einnig að hún muni á næstu dögum ljúka vinnu sem í gangi er við umsókn til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um styrk vegna fráveituframkvæmda. Inní þá umsókn eru m.a. nýttar niðurstöður eða skilaboð úr þessari úttekt Heilbrigðiseftirlitsins.