Málsnúmer 2301002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 245. fundur - 09.01.2023

Skipulagsráðgjafar frá EFLU fara yfir frumdrög tillögu nýs deiliskipulags Framness (engin gögn lögð fram).

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið í fjarfundi.



Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu á Framnesi, rætt um verklag og efnisatriði vinnunnar.

Tekið verður saman, fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn, yfirlit um stöðu og framgang deiliskipulagsvinnu Framness, ferilblað sem er fylgigagn allra stærri skipulagsverkefna og er uppfært jafnóðum. Ennfremur uppfærð tímaáætlun verkefnisins, fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.




Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, í fjarfundi - mæting: 10:40

Skipulags- og umhverfisnefnd - 252. fundur - 05.10.2023

Lagt fram til kynningar. Á fundinum fara Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi, og Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi, yfir verk- og tímaáætlun deiliskipulagsvinnunnar og frumtillögur að hóteli á Framnesi.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju fyrir góða yfirferð. Góðar umræður voru um viðfangsefni skipulagsins og uppbyggingu á svæðinu. Í næstu viku eru áætlaðir fundir með lóðarhöfum á Framnesi. Nefndin kemur saman til vinnufundar um málið að þeim loknum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 253. fundur - 23.10.2023

Vinnufundur um þróun og stöðu mála og næstu skref vegna deiliskipulag Framness.

Í síðustu viku var fundað með lóðarhöfum á Framnesi og farið yfir þeirra óskir um framtíðaruppbyggingu á Framnesi, í tengslum við deiliskipulagsvinnuna sem nú stendur yfir.

Einnig farið yfir fundarpunkta frá þeim fundum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 255. fundur - 29.12.2023

Skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri gerðu grein fyrir framvindu deiliskipulagsvinnunnar frá síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 256. fundur - 14.02.2024

Í fjarfundi undir þessum lið var Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar.



Lagt fram yfirlit Eflu frá janúar sl. um tímalínu verkefnisins.



Rætt um framgang verkefnisins, áherslur og sýn í verkefninu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Árni Geirsson hjá Alta var viðstaddur undir þessum lið.

Rætt var um vinnu við tengingu miðbæjar, Framness og hafnarsvæðis, sem verið hefur í gangi.
Rætt um framgang verkefnisins, áherslur og sýn.

Stýrihópi, skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra falið umboð til frekari viðræðna um þróun og uppbyggingu á svæðinu, í samræmi við umræður fundarins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 259. fundur - 20.06.2024

Rætt var um vinnu við tengingu miðbæjar, Framness og hafnarsvæðis og um skoðun á lóðarmálum á svæðinu.



Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi sögðu frá vinnu við skoðun á lóðarmálum og samtölum við hagsmunaaðila á svæðinu.

Bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ræða við lögmann bæjarins um lóðamál og áætlun, og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.