Málsnúmer 2410010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Nafnlaus botnlangi liggur frá Borgarbraut, til suðausturs, norðan við hús sem standa við Grundargötu 12-28. Engin hús eru kennd við götuna.



Talið er að það geti einfaldað aðkomu fyrir íbúa og fleiri, að gatan fái sjálfstætt heiti og verði þannig merkt á kortum, en fyrirspurn hefur borist frá hluta eigenda um það.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að botnlangi/gata norðan Grundargötu 12-28 fái sjálfstætt heiti, til aðgreiningar og hægðarauka við merkingar.

Nefndin leggur til að auglýst verði á vefsíðu og samfélagsmiðlum Grundarfjarðarbæjar eftir tillögum að heiti á þessa götu og að nefndin taki það svo til umfjöllunar og ákvörðunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 263. fundur - 11.12.2024

Í samræmi við ákvörðun nefndarinnar á 261. fundi 29. október sl. var auglýst eftir hugmyndum um heiti á ónefndum botnlanga út frá Borgarbraut, norðaustur af Grundargötu 12-28. Engin hús hafa þó heimilisfang við götuna.



Alls bárust 27 tillögur í tölvupósti, í samræmi við auglýsinguna, og þar af tvær með ítarlegum rökstuðningi í sérstöku fylgiskjali.



Tillögurnar hafa verið teknar saman í eitt skjal ásamt þeim rökstuðningi sem barst og lagðar fram nafnlaust fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.



Til upplýsingar eru einnig teknar saman 16 hugmyndir sem ekki voru sendar á starfsmann bæjarins en komu fram í umræðum á samfélagsmiðlum.



Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar öllum þeim sem sendu inn tillögur fyrir erindin og þeirra framlag.

Guðmundi Rúnari, þjónustufulltrúa, var sömuleiðis þakkað fyrir skýra og góða samantekt.

Vegna tímaskorts í lok fundar felur nefndin Bjarna formanni, Signýju og Björgu bæjarstjóra að ljúka við tillögugerðina og leggja tillögu um val heitis til bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 264. fundur - 14.01.2025

Undir þessum lið er haldið áfram umræðu af síðasta fundi.

Tillaga gerð til bæjarstjórnar í samræmi við umræður fundarins.