Málsnúmer 2410010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Nafnlaus botnlangi liggur frá Borgarbraut, til suðausturs, norðan við hús sem standa við Grundargötu 12-28. Engin hús eru kennd við götuna.



Talið er að það geti einfaldað aðkomu fyrir íbúa og fleiri, að gatan fái sjálfstætt heiti og verði þannig merkt á kortum, en fyrirspurn hefur borist frá hluta eigenda um það.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að botnlangi/gata norðan Grundargötu 12-28 fái sjálfstætt heiti, til aðgreiningar og hægðarauka við merkingar.

Nefndin leggur til að auglýst verði á vefsíðu og samfélagsmiðlum Grundarfjarðarbæjar eftir tillögum að heiti á þessa götu og að nefndin taki það svo til umfjöllunar og ákvörðunar.