Málsnúmer 2409026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Tekið fyrir erindi frá Páli Guðlaugi Harðarsyni fyrir hönd landeigenda Grundar 2, um að 38.454 m2 lands færist úr landi Grundar, landnúmer L136606, yfir á lóðina Grund 2, landnúmer L196084.



Óskað er eftir að bæjarstjórn samþykki breytinguna í samræmi við 1.mgr. 48. gr. skipulagslaga 123/2010.



Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, sem er skilgreint í aðalskipulagi sem landbúnaðarland.



Engar fasteignir færast á annað landnúmer með breytingunni. Ekki er stundaður landbúnaður á upprunajörðinni Grund og nú þegar er stunduð ferðaþjónusta á Grund 2.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við uppskiptingu lands samkvæmt hnitsettum uppdrætti sem umsókninni fylgir.

Landið er skilgreint sem landbúnaðarland, en deiliskipulag er í vinnslu fyrir svæðið á vegum eiganda Grundar 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið í samræmi við 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.