Á miðnætti í gær, 20. mars, rann út frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum vegna auglýsingar á skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags og gerð deiliskipulags fyrir Ölkeldudal.
Sex umsagnir bárust um breytingu aðalskipulags og sjö sem snúa að breytingu deiliskipulags, í gegnum Skipulagsgáttina þar sem aðal- og deiliskipulagstillögum er stillt upp í sitthvoru lagi.
Leitað var umsagna hjá: Minjastofnun (barst), Heilbrigðiseftirliti Vesturlands (barst í tölvupósti eftir frest), Mílu (barst), Umhverfisstofnun (barst), Slökkviliði Grundarfjarðar (barst), Skipulagsstofnun (barst), Land og Skógur (barst í tölvupósti eftir frest), Veðurstofu Íslands, Snæfellsbæ (barst), Sveitarfélaginu Stykkishólmi, Rarik, Veitum, Svæðisskipulagssnefnd Snæfellsness og Náttúrustofu Vesturlands. Landsnet var ekki umsagnaraðili en skilaði inn umsögn.
Auk þess lögð fram samantekt skipulagsráðgjafa um efni umsagnanna.
Gestir
- Þóra Kjarval, skipulagsráðgjafi hjá Alta
Rýndir verði kostir þess að þróa svæði við Ölkelduveg og Hrannarstíg, í Paimpolgarði, sem skjólsælt og aðlaðandi svæði til útivistar og íbúðar. Um yrði að ræða spennandi forgangssvæði til uppbyggingar nálægt skóla- og íþróttamannvirkjum, með áherslu á gæðin sem felast í opnu svæði (Paimpolgarður) en þó með hliðsjón af þörf fyrir uppbyggingu skólahúsnæðis/skólasvæðis til framtíðar.
Bæjarstjórn samþykkir að hafinn verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals og felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja þá vinnu.
Samþykkt samhljóða.