Málsnúmer 2410023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Grunnskóli Grundarfjarðar sækir um stöðuleyfi fyrir gróðurhús sem notað verður við kennslu.



Um er að ræða svokallað Bambahús sem er laust á yfirborði og haldið niðri með vatnstönkum. Hlaðnir hafa verið skjólveggir með hluta hússins og bætt við aukatanki af vatni þannig að alls 2.600 lítrar vatns halda húsinu niðri. Þá eru fyrirhugaðar frekari festingar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í samræmi við framlagða umsókn til 13. september 2025 og felur skipulagsfulltrúa að gefa það út í samræmi við gildandi reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.